Skírnir - 01.01.1914, Page 93
Ritfregnir
93
fornu landsróttindi verða raunhæft vopn og alt annað en vísinda-
legt söguatriði þó skylt só oss einnig að vita deili á þeim frá
því sjónarmiði.
G. H.
Arne Garborg: í Helheimi. Þytt hefir Bjarni Jónsson frá Vogi.
Rvk. 1913. Sig. Kristjánsson.
Þetta er nú þriðja bókin eftir Árna Garborg sem þ/dd er á
íslenzku. T/nda föðurinn gaf Ostlund trúboði út á Seyðis-
firði og minnir mig að tvær útgáfur kæmu út af þeirri bók.
Fyrir fám árutn komu út Huliðsheimar sem Bjarni Jónsson
hafði þýtt af mikilli snild og nú að lokum í H e 1 h e i m i og er
það áframhald af Huliðsheimum. Bók þessi er öll í ljóðum eins
og Huliðsheimar og segir frá högum manna eftir dáuðann í öll-
um lakari vistarverunum, í hreinsunareldi og helvíti, eftir því sem
Árni Garborg hugsar sór þær. Skygna stúlkan sem sagt er frá í
Huliðsheimum sér nú í leiðslu öll þessi ókunnu lönd og ber að
vonum margt ægilegt fyrir augu.
Manni verður ósjálfrátt að spyrja hvað valdi því að Á. G. á
slíkum vinsældum að fagna hjá íslendingum, að þeir þýða og lesa
bækur hans öðrum framar. Segja má að margt só líkt með skyld-
um og oss finnist Garborg vera íslenzkur í aðra röndina eins og
norska alþýðumálið á bókum hans, en líklega vegur þó hin ein-
kennilega list hans öllu meira. Hann er ágætt skáld, hvað sem
öllum skoðunum hans líður, og Bjarní Jónsson þýðir hann svo vel
að kvæðin njóta sín engu síður á íslenzku en norsku. Eg hefi að
vísu ekki átt kost á að bera saman þýðinguna og frummálið á bók
þessari, en þýðingin á Huliðsheimum var sntldarleg og eg geri ráð
fyrir að þessi só engu lakari. Víst er um það að víðast eru kvæði
þessi snildarleg í íslenzka búningnum, málið ágætt og alt vel kveðið.
Það er gaman að fylgja heilabrotum Garborgs frá því hann
byrjaði sem æstur trúleysingi og fríhyggjumaður til þóssarar
dulspeki og hálfgildings kristindóms í síðari ritum hans. Það er
eins og aldarandinn spegli sig í honum. Einfalda og óbrotna skyn-
semistrúin eða trúleysið sem drotnaði í álfunni síðari hluta liðinnar
aldar réð mestu í fyrstu ritum hans. I síðustu ritunum þessi ein-
kennilegi en ekki allskostar óskemtilegi hrærigrautur af hjátrú og
kristindómi, sem nú fer eins og logi yfir akur víðsvegar um lönd.
Bókin byrjar á draugum og afturgöngum. Þeir