Skírnir - 01.01.1914, Side 97
Ritfregnir
97
Gnnnar Gnnnarsson: Ormarr Örlygsson. Af Borgslægtens Hi-
storié.- Roman. 1912.
— Den danske Frne paa Hof. Af Borg-
slægtens Historie. Roman. 1913.
— (læst den enöjede. Af Borgslægtens Hi-
storie. Roman. 1913. Gyldendalske Bog-
handel. Nordisk Forlag. Kbhvn.
A tveimur árum gefur þessi ungi maður — hann er ekki
nema 21 ára — þrjár skáldsögur út á dönsku og sezt á bekk með
góðu skáldunum; er engin hætta á að hann verði nein hornreka á
því þingi; hitt þætti mér líklegra, að ýmsir yrðu að standa upp
fyrir honum, ef honum endist aldur og heilsa. Gunnar Gunnars-
son byrjaði fullsnemma, eins og mörgum skáldaefnum er títt. 1906
gaf hanu út á íslenzku tvö ljóðakver, og mundi engan af þeim
hafa grunað að þar væri stórskáld á ferðinni. Nýlega birtust smá-
sögur eftir hann neðanmáls í »Lögróttu« og síðan sórprentaðar.
Þær sýna að hann gæti líka verið sagnaskáld á íslenzku, þótt hann
enn sem komið er riti dönskuna betur. Hann hefir og gefið smá-
siigur út í dönskum tímaritum og kvæðasafn lítið á dönsku. En
það eru þó fyrst sögur hans af Borgarættinni, er gefa í skyn
hvað í honum býr. Þar er hann fullveðja rithöfundur og skapar
sálir og örlög sem draga huga lesandans að sór og vekja til um-
hugsunar. Menn hans þyrpast þar fram á skákborð lífsins, ný-
tegldir og með nýju sniði, og skipa sér oft á reitina öðru vísi en
áhorfandann mundi gruna. Persónur hans eru ekki allar þar sem
þær eru sénar á yfirborðinu. Eins og sum íslenzku fjöllin búa
þær yfir eldi 1 djúpinu, sem óðar en varir getur brotist fram og
umturnað öllu. Þess vegna verða athafnir þeirra stundum óvenju-
legar og ekki skýrðar eins og einfalt reikningsdæmi. Skil eg vel
að mörgum þyki sumt í þessum bókum ósennilegt, t. d. framkoma
Ormars Örlygssonar á hljómleiknum, eða síra Ketils bróður hans í
kirkjunni á Hofi hinn mikla örlagadag Borgarættarinnar. En sál-
arh'f sumra manna verður aldrei skýrt né skilið til fulls, hvorki af
sjálfum þeim nó öðrum, af því að engin veit hvað býr í undir-
djúpi hugans fyr en það kemur fram f dagsljós vitundarinnar.
Skáldið og sálarfræðingurinn er því oft líkt staddur og jarð-
fræðingurinn. Hann verður að taka eldgosið eins og það er,
þ eg a r það kemur. Hann veit ekki hvað kann að búa um sig í
iðrum jarðar meðan jökulskallinn er rólegur. Þegar svo gosið
kemur, getur hann að vísu skilið af landslaginu hvers vegna hraunið
7