Skírnir - 01.01.1914, Side 112
Útlendar fréttir.
Panamaskurðurinn. Því mikla verki er nú lokið, eða því
sem næst. 11. október síðastl. runnu saman í skurðinum höfin að
austan og vestan við Ameríku. Síðasta haftið var þar, sem Culebra
heitir, og var það erfiðasti hluti verksins, að koma skurðinum þar
í gegn um svæði, sem er hór um bil tvær danskar mílur á breidd.
Þar hafði verið unnið svo að segia stöðugt í 25 ár, því þar var
byrjað á verkinu 20. jan. 1882 undir stjórn F. de Lesseps hins
franska, en vegna Panamamálsins mikla var hætt við verkið 1889.
Aftur var byrjað á þvf af nyju frönsku félagi 1895, og síðan hefir
því stöðugt verið haldið áfram, frá 1904 af Bandaríkjamönnum.
Megnið af verkinu er unnið af þeim. Forstöðumaður þess hefir
verið Goethals verkfræðingur. En aðalorsökin til þess, hve verkið
gekk illa fyrir Frökkum, er talin sú, að verkamenn þeirra hrundu
niður af sjúkdómum. Menn vissu þá ekki að flugur, sem móskítar
kallast, voru valdar að þessu. Frakkar reistu þarna stór sjúkra-
hús, sem Bandamenn hafa síðan haft gagn af. En fyrsta verk
Bandamanna var að útrýma flugunum, og það tókst þeim fullkom-
lega. Skógarnir voru ruddir og steinolíu veitt yfir forarflóana og
þeir ræstir fram. Formaður við það verk var Gorgas ofursti.
Skurðurinn er 50 kílóm. á lengd. Nokkur hluti af honum,
austan við Culebra, hafði verið skipgengur um tíma áður en skurð-
urinn var kominn alla leið. Þar hefir á einum stað, við Gatun,
verið myndað stórt stöðuvatn, og heitir það Gatunvatnið. Það er
10 fermílur á stærð og 85 feta djúpt. Stórir frumskógar og Indí-
ánabæir voru áður þar, sem vatnið er nú. 2G. ágúst í sumar fór
fyrsta skipið um Gatunvatnið. Nokkrum dögum síðar, 31. ágúst,
var Kyrrahafinu veitt inn í skurðinn að vestan. 2. sept. fór fyrsta
skipið frá Kyrrahafi inu í skurðinn. En þá var eftir haftið við
Culebra, sem ekki var unnið á að fullu fyr en 11. okt., eins og
áður segir. Sá dagur er talinn mikill sigurdagur fyrir Bandamenn,
því það er eitt af allramestu mannvirkjum heim-ins, sem þarna
hefir verið framkvæmt, ef eigi hið allra mesta. Þ. G.