Skírnir - 01.01.1916, Síða 1
Matthías áttræður.
Þin andans tilþrif, fjörtök frjáls og hörð,
sera fagrir tindar risa npp af heiði.
Eg fæst ei nm, þótt hnjúba skilji skörð
og skriður nokkrar grænnm hliðum eyði.
Hannes Hafstein.
Æðsta presti þessa lands, síra Matthíasi, hefir nú hlotn-
•ast það, sem fæstum veitist, að komast ungur á níræðis-
aldur og öðlast einróma viðurkenning þjóðar sinnar á
goðagáfum sínum og æfistaríi í þarfir bókmenta vorra.
Eru nú allir fuglar himins og dýr merkurinnar með
oss full lofgerðar um háran örninn, sem enn lyftir vængj-
unum hraustlega til fiugs, hvilist á háum hamrastöllum
og hreykir þar höfðinu mót himni og sólu.
Síra Matthías hefir oft ort y f i r 1 i t s k v æ ð i, þar
sem hann lætur ágætismenn íslenzkrar sögu líta yfir líf
sitt eða flýgur sjálfur yfir kafla úr sögu lands vors. Það
á því eklti illa við, að gerð sé tilraun til að gjalda hon-
um líku líkt og líta yfir líf hans og skáldskap. En skáldið
og lesendurnir verða að fyrirgefa, að ekki er kostur á að
gera honum sömu skil sem hann hefir gert þeim merkis-
mönnum, er hafa verið þeir hepnismenn að komast í
hendur honum til skáldlegrar meðferðar.
Braut hans er að sumu leyti hlykkjótt, og tókst seint
að koma lionum á rétta götu. Mjög ungum er honum
komið fyrir hjá móðurbróður sínum til náms, en þar verð-
ur lítið úr lærdómi, hvað sem valdið hefir. Skömmu eftir
1