Skírnir - 01.01.1916, Side 7
rSkirnir.
Matthías áttræðnr.
7
ín og sutn lornkvæði vor. Hann á sammerkt í því við
eldri skáldin, bæði Sveinbjörn Egilsson, Jónas og Gröndal,
,að hann hefir numið margt af Sæmundar-Eddu. Manni
dettur stundum í hug, að 'hann kunni hana alla utan bókar.
JHann hefir mál hennar og blæ einkennilega vel á valdi
sínu og leikur sér að háttum hennar. A þessi fornbún-
ingur oft undarlega vel við, t. d. í kvæðunum um þá
bræður, Guðbrand og Sigurð Vigfússonu, þar sem sést
vel, hve samgróinn hann er anda Eddukvæðanna, lit þeirra
og list, en hefir þó ekki týnt sérkennum sínum, t. d. i
þessu erindi:
„Grlömruðu gnnnhlífar,
en ég geigs kendi,
hlömmuðu hásalir,
hnrfu goðmegin.
Hrannir fóru helsingja
hátt á blálofti,
iðnðu blikvængir
við heran mána“.
Rennur hér einkennilega saman nýtt og gamalt. Skáld-
•skapur Matthíasar birtist hér í búningi fornkvæðanna,
bæði máli þeirra og háttum. Seinasta braglínan minnir
víst flesta, er lesið hafa Völundarkviðu, á vísuorðin: «Skildir
bliku þeira — við enn skarða mána.» Yfir þessum kvæðum
hans hvílir einkennilegur forneskjulitur, er heillar víst flesta
Islendinga. Ef til vill kemur þó hvergi eins vel í ljós og
í eftirmælunum eftir Stefán prest Jónsson, hve vel forn-
búningar vorir geta farið í nútiðarskáldskap, ef málið
'verður ekki oflforneskju blandið t. d.:
„Glúpnað hafði blóðdrekknr,
skriðið i bergskoru,
svalt dýr drösnll
drottinlaus á heiði“.
Stundum hrjóta vísuorð eða vísnabrot úr Eddu með öllu
óbreytt inn í ljóð hans, eins og finna má dæmi til hjá Jónasi.
T. d. i kvæðinu eftir Björnson: »gullu við gæss« (sbr. Sig-
urðar kviðu skömmu: »Gullu við—gæss í túni«); tek-
ur hann og orðrétt upp kafla úr Hákonarmálum og heim-
færir upp á Bjömson. Á kvæðinu um Pál Briem má sjá,