Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 11
rSkirnir.
Matthias átttræðnr.
11
mannvinarins og prestsins. Það er eðlilegt, að hann kveði
um merkismenn samtíðar sinnar, úr því að honum lætur
svo vel að yrkja um mæringa fortíðarinnar. í erfiljóðun-
um gaf og færi á því i senn, að líta yflr liðna æfi og lofa
guð í hæðum.
Það er íslenzku kirkjunni til lítillar virðingar, að hún
hefir ekki sýnt síra Matthíasi meiri sóma en hún hefir
gert. Og það gegnir furðu, að enginn íslenzkra kenni-
manna hefir gerst til að rita um sálma hans, finna fyrir-
myndir hans þar og meta gildi þeirra.
Ekki þarf lengi að blaða í ljóðmælum hans til að kom-
ast að raun um, hve brennheitur trúmaður hann er. Eng-
ir vantrúarstormar hafa brotið trúarstofn hans, þótt þeir
kunni að hafa sveigt lauf hans og limar. Þorsteinn Gísla-
son segir, að skáldið hafi kynst rammasta trúleysingja,
er hann var á fermingaraldri, og hafi honum staðið stugg-
ur af skoðunum hans. Mér segja og merkar frændkonur
skáldsins hér i Reykjavík, að móðurætt hans sé mjög trú-
hneigð. Eg held, að mönnum sé ekki ljóst, hve geysi-
mikið ber á trúmanninum í ljóðum hans, og truflar það
stundum listina, sem Poestion bendir á. Lesi menn erfi-
ljóð hans og taki eftir, hve guðs nafn er þar oft nefnt,
og Matthías leggur það ekki við hégóma. í þessu efni er
fróðlegt að lesa vísurnar »Stjórnarmálið«, ortar 1869, er
fyrri stjórnarbaráttan við Dani stóð sem hæst. Hann veit
eitt ráð, er dugir í stjórnmálastríðinu: að horfa »upp tíl
himins, unz heilög sólin skín«. Margir kannast við, að
hann endar kvæðið um Skagafjörð á trúaráminning til
héraðsmanna. Eg held, að það lýsi vel, hve trúin er rik
i hug honum, er hann lætur slíkan veraldarmann sem
Snorra Sturluson óska þess í skriftamálum sínum, að guð
leyfði honum að ganga í klaustur. Án trúar finst skáld-
inu hann alls ekki geta lifað:
„Eg trúi, þvi að alt er annars farið,
og ekkert, sem er mitt, er lengur til“.
Einkennileg er sú trú hans, að einhverir huldir vernd-
arvættir sveimi umhverfis oss og með oss: