Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 17
Lesturinn og sálarfræðin.
Fiíar mannlegar athafnir oru algengari en lesturinn,
■og engin algeng athöfn er mannlegri Hvað sem kann
að vera um mál dýranna, þá er víst, að þau eru ólæs.
Með lestrinum fá menn í siðuðum löndum meginið af allri
fræðslu. Hann er aðallykillinn að auðæfum andans, forn-
um og nýjum. Sjaldan líður svo dagur, að mentaðir
menn taki sér ekki bók cða blað í hönd, og þótt þeir
geri það ekki, þá mætir auganu í öðruhverju spori letur,
sem það les.
Það ætti því að vera skylt, að vita ögn um það í
hverju þessi athöfn er fólgin, hvernig vér förum að því
að lesa. Lesturinn er ágætt dæmi þess, að það er sitt
hvað að kunna eitthvert verk og hitt, að vita gjörla
hvernig maður fer að því. Rannsóknir þær, sem gerðar
hafa verið á lestrarathöfninni, eru og vel fallnar til að
sýna rannsóknaraðferðir sálarfræðinganna og hvernig þær
greiða úr ýmsum atriðum, sem ckki verður leyst úr með
einfaldri sjálfsathugun. Eg ætla því að skýra nokkuð frá
þeim.
í fljótu bragði kyuni að virðast svo sem lesturinn
væri fremur einföld athöfn, en í rauninni er hann eitt af
þeim störfum, sem flóknust eru og erfiðast er að rann-
saka, því við lesturinn koma til greina allar hliðar með-
vitundar vorrar, og þó með ýmsu móti eftir því hvernig
lesið er.
Fyrst er s k y n j u n i n, vér. sjáum það sem vér les-
oim; þá cr hugsunin, vér komumst að merkingu hins
2