Skírnir - 01.01.1916, Síða 25
Ökírnir.
25-
Lesturiuu og sálarfræöin.
stað hjá byrjcndura, og getur j tfuvel farið svo, að vér
lesum staf fyrir staf.
Um það, hver hluti orðsins sé mikilv.-egastur við lest-
urinn, geta menn gengið úr skugga mcð þvi að lesa t. d.
tólfstafaorðalistann hér að framan, þannig að festa sjónir
fyrst á fyrri hluta livers orðs, eins og mönnuni er eðli-
legast, og síðan lesa hann þannig, að stardepillinn verði
nær cnda hvers orðs. Sama má sjá með því að lesa tvo
texta, þar sem í öðrum eru feldir burt fyrri hlutar orðanna
en í hinum seinni hlutarnir, og athuga hvort betur geng-
ur. Reynist þá svo, að meira er komið undir fyrri hlut-
anum, enda liggur í voru máli áherzlan á honum, og í
fyrstu samstöfunum er venjulega aðalmerking orðsins fólg-
in. Og svo raknar hér sem annarstaðar greiðar úr minn-
ingunum áfram en aftur á bak.
Að efri hluti orðsins má sín meira en neðri hlutinn
fyrir skynjun vorri, má sjá með því að leggja t. d. rönd-
ina á pappírsblaði eftir miðri línunni, svo að helmingurinn af
af orðunum standi upp undan eða niður undan blaðinu, og
reyna svo að lesa. Að efri hlutinn er meir varðandi, mun koma
af því, að miklu fleiri staflr skera sig úr línunni að ofan en
að neðan, og svo gefum vér að jafnaði meiri gaum efra
parti hlutanna en neðra, og kemur það ef til vill af því,
að vér stöndum ekki sjálfir á höl'ði.
Þá höfum vér og mikinn stuðning við lesturinn af
þvi sem vér sjáum út undan oss. Hefir það verið sýnt
með því að láta menn lesa með gleraugum, sem hindruðu
alla sjón til hliðar, og truflaðist lesturinn mjög við það.
Margt bendir til, að mönnum megi skifta í tvo flokka,
eftir því hvernig skynjan þeirra er varið við lesturinn.
Sumir festa sjónina skarpt á því sem þeir lesa, þeir
gripa yfir lítið í senn, en lesa nákvæmlega, vita með
vissu hvað þeir sjá og geta lítið í eyðurnar. Aðrir grípa
yflr stærra bil, hafa hugann aðallega á þýðingu þess sem
þeir sjá, lesa orðin í heild, eða jafnvel heilar málsgrein-
nr, og geta drjúgum.í eyðurnar. Þeir eru þó ekki ætíð--
fljótari að lesa en hinir. —