Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 43
JSkirnir.
Röntgensgeislar.
43
þrýsta því saman. Menn kunna nú að spyrjn, hvað þetta
komi R-geislunum við. En svo er mál með vexti, að
innblásturslækningin er ýmsum erfiðleikum bundin, sér-
staklega er erfitt fyrir læknirinn að fá vissu fyrir því
með venjulegri hlustun hvað líður samdrætti lungans; oft
er lungað að meiru eða minna leyti samloðandi síðunni, en
8á samvöxtur þarf að losna. R skoðunin sýnir nú nákvæm-
lega hvað líður samdrætti lungans, hve langt hann er á
veg kominn og hvort yfírleitt eru nokkur tiltök að koma
þessari lækningu við. Siðan þessar lækningar fóru að
tíðkast hafa flest heilsuhæli fyrir brjóstveika eignast
R áhöld.
Oft er það, að hlustunin ein getur ekki skorið úrhvort
sjúklingur hafi tekið lungnatæringu, né heldur á hve háu
stigi hún kann að vera. Það er því ekki einhlítt að
hlusta lungun, stundum verður að vísa sjúklingnum til
R-læknis til þess að »sitja fyrir«. Þar sem skemd er í
lungunum, koma fram skuggar á myndinni.
Aðrir sjúkdómar í lungum, svo sem ígerðir, sullir og
krabbamein, sjást oft vel; líka vessi i brjóstholinu, vegna
brjósthimnubólgu.
H j a r t a ð. R-lýsingin sýnir hvernig hjartað dregst
saman og þenst út við hvert hjartaslag. Aðallega er það
stærð lijartans, sem kemur til greina að athuga með geisl-
unum; myndir af hjartanu verða ekki skýrar nematekn
ar séu á örlitlum parti úr sekúndu
Sá eiginleiki R-geislanna, sem vér hingað til aðallega
höfum skýrt frá, er geisla-k r a f t u r i n n, hvernig geisl-
arnir bruna gegn um mannlegt hold án þess að missa
kraftinn að miklnm mun. Vér dáumst að hve hæglega
vér í lifanda lífi með hjálp geislanna fáum séð okkar
eigin beinagrind eins og hún verður þegar vér höfum
legið áratugi í gröf vorri; vér sjáum lungun og þindina
hreyfast við andardráttinn, hjartað dragast sundur og
saman, og magann melta það, sem í hann er látið; vér
getum sýnt á myndaplötum, svart á hvítu, hvernig kven-
fólkið afmyndar brjósthol og kviðarhol mcð strengdum