Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1916, Síða 46

Skírnir - 01.01.1916, Síða 46
46 Röntgensgeislar. Skirnir^ vinna það er fyrir læknana, að reita með töng eitt og eitt hár í senn, ef til vill úr mestum hluta kollsins. Það er óneitanlega fljótlegri aðferð, að smyrja tjöru á lepp, smella honum ofan í geitnakollinn, lofa honum að límast vel föst- um og rykkja svo leppnum upp með öllu sem honum fylgir. Fleiri en þeir, sem beinlínis eru hársárir, munu hafa kveinkað sér við þessa lækningu. — R-lækningin leysir hér úr öllum vanda; afmældum skamti af geislun- um er hleypt á hársvörðinn; eftir rúmar tvær vikur fara- hárin að losna og detta út; með þeim hluta hársins, sem falinn er í hársverðinum, fylgir sveppurinn, sem sjúkdómn- um veldur; þar með er sjúkdómurinn læknaður; eftir verður sköllóttur blettur, en eftir nokkrar vikur kemur hárvöxtur á ný. A þessu sumri hefl eg haft undir hendi á Röntgensstofnun háskólans fjóra sjúklinga með geitur; ein stúlka var búin að hafa sjúkdóminn í tíu ár. Höfuðið var svo útsteypt, að eg neyddist til að gera hana alsköllótta; það er einkennilegt að sjá ungar stúlkur þannig leiknar. Nú hafa allir þessir sjúklingar á ný góðan og þéttan hárvöxt og hafa nú fengið bót á sínum langvinna sjúkdómi. Marga fleiri húðsjúkdóma eru geislarnir notaðir við, en of langt yrði að fara út í það hér. Algengur kven-sjúkdómur eru æxli á móðurlífinu og fylgir þeim oft mikill og langvarandi blóðmissir. Ef sjúk- dómurinn er á háu stigi, var áður fyr ekki um annað að tala en uppskurð; nú er fengin reynsla fyrir því, að marg- ir af þessum sjúklingum læknast með geislum og kom- ast þannig hjá meiri háttar uppskurði. M e i n s e m d i r. Kærkomnastar eru R-lækningarnar án efa sjúklingum með illkynjuð mein, þ. á. m. krabbamein,. sem óefað er sá sjúkdómur, sem almenningur er einna hræddastur við; það er heldur ekki að furða, því fáir þessara sjúklinga fá aftur heilsu sína. An þess að móðga skurðlæknana má óhætt fullyrða, að margir slikir sjúkl- ingar eru skornir, en fáum batnar. Flestir læknar eru nú sammála, um að R-geislar séu góð hjálp í baráttunni við illkynjaðar meinsemdir. Skilyrðið er, að meinið sé
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.