Skírnir - 01.01.1916, Page 50
50
Röntgentsgeislar.
Skírnir..
henni ættu R-geislarnir að vera straumur af óendanlega
smáum efnis-ögnum, í byrjun knúinn áfram af rafmagni.
Að áreiðanlegri niðurstöðu eru menn ekki komnir.
Það eru svo fáir menn, sem í raun og veru hljóta
ódauðlegt nafn; einn þessara fáu manna hlýtur prófessor
Röntgen að verða, því svo undursamlega hluti hefir hann
opinberað mönnunum með geislum sínum. Álfkonan gaf
Abdallah smyrsl, sem hafði þá náttúru, að hann gat séð
alt gull og silfur, sem fólgið er í skauti jarðarinnar, þeg-
ar hann bar smyrslið á augnalok sér. Röntgen gaf mönn-
unum geisla, sem lofa þeim að sjá gegnum alla lifandi
og marga dauða hluti. Mörgum sjúklingum, sem eg
skoða á Röntgenstofnun Háskólans, verður að orði: »Á
miðöldunum hefðuð þið geislalæknarnir verið brendir á
báli«. Og þó er Röntgen ekki galdramaður; hann veit
að vísu ekki hvað R-geislar eru í insta eðli sínu; það
vita menn heldur ekki um rafmagn. En prófessor Rönt-
gen hefir sýnt hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi
til þess að R geislar myndist og rannsakað til hlítar þau
lögmál eðlisfræðinnar, sem R-geislar lúta. Samt held eg
að sjúklingarnir hafi rétt fyrir sér; það var lán, að sam-
tímamenn Röntgens skildu hann og báru gæfu til að færa
sér í nyt það ómetanlega gagn, sem geislarnir vinna
mannkyninu.
Myndir þær, er fylgja þessari ritgerð, ern teknar eftir Röntgens-
myndum teknum i Röntgensstofnun Háskóla Islands.
Gunnlaugur Claessen.