Skírnir - 01.01.1916, Síða 54
54
Draumljóð.
Skírnir.
nú er meira en hálfsótt haf
heim til sælu-jarðar.
Nam Tómas vísuna og sagði frá henni er hann vakn-
aði«. JSTæsta dag eftir varð Tómas þessi bráðkvaddui.
Þorvaldur prestur Björnsson, er síðast hélt Mel í Húna-
þingi, druknaði þaðan laust eftir síðustu aldamót, með
þeim hætti, að hann féll niður um ís að nóttu til. Þá
hina sömu nótt og slysið bar til, dreymdi bónda þar nyrðra
að prestur legðiot á glugga hjá sér og kvæði:
Er á ferðum engin töf,
ekki er gott að skilja.
Sigli eg yfir sollin höf,
svöl er næturkyija.
Djúpum ofar hættu byl,
hlaðinn þungum vanda,
samt eg horfi sjónum til
sólar-fegri landa.
Gömul kona, er lengi var á vist með foreldrum min-
xim, sagði mér frá því á æskuárum mínum, að faðir sinn,
hann hét Arngrímur og var mesti greindar og sómamaður,
hefði sagt, að það hafi sér þótt kynlegast af því er fyrir
sig hafi borið um dagana, er mætti honum eitt sinn er
hann var á ferð að vetrarlagi.
Hann átti heima inni í Dölum, og var á heimleið utan
Skógarströnd. Hafði hann ætlað sér að ná að Vörðufelli,
sem er á Inn-ströndinni, sem kölluð er, næsti bær fyrir
innan Breiðabólstað. Er það ærið löng bæjarleið, og svo
er þar landslagi háttað, að þar eru fell ekki allsmá hvert
inn af öðru en holt og mýrar á milli, með smábörðum og
lautum, og vegur, að minsta kosti á þeim tima, fremur
óglöggur þegar snjór var á jörðu.
Það var fyrir löngu orðið dagsett, því þetta var í
svartasta skammdeginu; tunglskin var, en þess naut að
eins öðru hvoru, því loft var skýjað og talsverður
skafrenningur. Arngrímur vissi sig samt vera á réttri