Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1916, Page 60

Skírnir - 01.01.1916, Page 60
60 Draumljóð. Skirnir,- að kunningja Ólafs, er löngum hafði verið ótrauður í að- leita hans, dreymdi um þetta leyti, að Ólafur kæmi til sín og kvæði: Veit eg að ykkur vilt er sýn, veldur galdramugga. A bersvæði liggja beiniu mín, ber á engan skugga. Þá er liðin voru tíu ár frá hvarfi Ólafs, fann smala- drengur bein hans fram á fjalli, örskamt frá alfaravegi. Þektist hann af húfu hans, er var ófúin, og fleiri munum, er þar voru hjá beinunum. Sagði þjóðtrúin, að þá mundi kraftur gamla manns- ins þrotinn, til að villa fyrir leitarmönnum. Kona, er eg kyntist á Vestfjörðum, sagði mér, að vin- konu sína, er mist hafði mann sinn í sjóinn, dreymdi skömmu eftir lát hans, að hann kæmi til sín þar sem hún lá í sæng sinni og harmaði hann að vanda. Var hann dapur í bragði og mælti fram þessa vísu: Undir þvölum unnarstein ill er dvöl um nætur, og sífeld kvölin söm og ein að sjá þitt böl, þá grætur. Aðra konu dreymdi unnusta sinn, er einnig var drukn- - aður fyrir stuttu. Laut hann ofan að henni og kvað: Þó kólgu vafinn kroppur minn hvíli á votum beði, í ljósaskiftunum leita jeg inn og langar í horfna gleði. Merka konu, hagorða vel, er á heima norður í Eyja- firði, dreymdi eitt sinn veturinn 1913—14, að til sin kæmi ókunnur maður, er hana hefir þó drevmt áður, og jafnan. svo, að hann hefir sagt henni fyrir stórviðburði. Að- þessu sinni kvað hann fyrir henni vísu þessa:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.