Skírnir - 01.01.1916, Síða 60
60
Draumljóð.
Skirnir,-
að kunningja Ólafs, er löngum hafði verið ótrauður í að-
leita hans, dreymdi um þetta leyti, að Ólafur kæmi til
sín og kvæði:
Veit eg að ykkur vilt er sýn,
veldur galdramugga.
A bersvæði liggja beiniu mín,
ber á engan skugga.
Þá er liðin voru tíu ár frá hvarfi Ólafs, fann smala-
drengur bein hans fram á fjalli, örskamt frá alfaravegi.
Þektist hann af húfu hans, er var ófúin, og fleiri munum,
er þar voru hjá beinunum.
Sagði þjóðtrúin, að þá mundi kraftur gamla manns-
ins þrotinn, til að villa fyrir leitarmönnum.
Kona, er eg kyntist á Vestfjörðum, sagði mér, að vin-
konu sína, er mist hafði mann sinn í sjóinn, dreymdi
skömmu eftir lát hans, að hann kæmi til sín þar sem hún
lá í sæng sinni og harmaði hann að vanda. Var hann
dapur í bragði og mælti fram þessa vísu:
Undir þvölum unnarstein
ill er dvöl um nætur,
og sífeld kvölin söm og ein
að sjá þitt böl, þá grætur.
Aðra konu dreymdi unnusta sinn, er einnig var drukn- -
aður fyrir stuttu. Laut hann ofan að henni og kvað:
Þó kólgu vafinn kroppur minn
hvíli á votum beði,
í ljósaskiftunum leita jeg inn
og langar í horfna gleði.
Merka konu, hagorða vel, er á heima norður í Eyja-
firði, dreymdi eitt sinn veturinn 1913—14, að til sin kæmi
ókunnur maður, er hana hefir þó drevmt áður, og jafnan.
svo, að hann hefir sagt henni fyrir stórviðburði. Að-
þessu sinni kvað hann fyrir henni vísu þessa: