Skírnir - 01.01.1916, Qupperneq 61
:Skirnir.
Draumljóð.
61
Hefst nú sögn um systur tvær,
sárt er að bera gjöldin,
Sigrún grætur, Hildur hlær,
hún á að taka völdin.
Áleit konan og þeir, er hún sagði drauminn, að þetta
mundi verða fyrir harðindum og máske fellir. En er
úfriðurinn mikli skall yfir sumarið 1914 þótti þeim sem
• draumurinn væri ráðinn.
Ekki ósvipað þessu að merkingu, þó ólíku sé ver
kveðið, virðist það er mann á Vesturlandi dreymdi fyrir
fám misserum.
Þóttist hann eiga tal við kunningja sinn um stjórn-
málahorfur, bæði hér á landi og annarstaðar. Þykir hon-
um þá mann nokkurn bera þar að, var hann mikilúðleg-
ur mjög. Hann vék sér að þeim og mælti:
Riddari, blind sár,
ill mun öld.
Yfir það leggnr blóðgan skjöld.
Það er sögn, líklega nokkuð forn, að á heimili einu
væri að jafnaði glaumur og gleði mikil, og það fremur en
góðu hófi gegndi. Ber það þá eitt sinn til, er menn voru
gengnir til svefns, að konu þar á bænum, er vön var að
standa framarlega í gleðskapnum, dreymdi að við sig
var kveðið:
Tíðin naum er tæp og hál
til að láta svona.
Siðar aum og óforsjál
af illum draumi vaknar sál.
Varð hún hugsjúk út af vísunni, en ekki er þess getið
að draumurinn boðaði neitt sérstakt.
Foreldrar Friðriks Jónssonar, er löngum var kendur
við Hjalteyri, druknuðu á heimleið frá kirkju fyrir miðja
nítjándu öld. Börn þeirra voru mörg og flest eða öll í
ómegð er þau féllu frá, voru þau öll tekin í fóstur með-
lagslaust, nema Friðrik. Var hann 6 ára þegar foreldrar