Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1916, Page 63

Skírnir - 01.01.1916, Page 63
Skírnir. Draamljóð. ea og skemtinn. Faðir minn unni og hófiegri glaðværð og tókst því með þeim góð vinátta um þingtímann. Nokkrum mánuðum eftir að faðir minn var heim kominn af þinginu, dreymir hann eitt sinn, að hann þyk- ist kominn til Reykjavíkur og er á gangi þar sem nú heitir Bankastræti, en þá var kallað Bakarastígur. Þar mætir hann vini sínum, þingskrifaranum. Er hann glaður í bragði og segir föður mínum í óspurðum fréttum, að nú sé hann í þann veginn að festa ráð sitt, og sé trúlofaður. Faðir minn árnaði honum heilla og spyr jafnframt hvert konuefnið sé. Hinn segir honum ætt hennar, en ekki nafn, en kveðst skyldu sýna honum hana ef hann vilji fylgja sér eftir. Ganga þeir síðan niður í bæinn og að húsi einu í miðbænum. Þar ganga þeir inn, og vísar ungi maðurinn föður mínum til stofu. Fremur var þar skuggsýnt inni. í öðrum enda stofunnar stóð kona ung og gervileg og seg- ir ungi maðurinn föður mínum að þarna sjái hann nú unnustu sina. I sömu svifum brestur sundur gólfið undir fótum kon- unnar og fellur hún þar niður. Heyrir faðir minn jafn- framt kveðið að baki sér: Sjáið þið nú fúa fjanda, fótum undan brast hann hér, þar sem auðgrund á réð standa og ugði ekki grand að sér. Þá þykist hann sjálfur bæta við: Og andskotinn enn í dag ávalt hefir sama iag, blómpallur hans hýsna friður hrestur þegar mest á ríður. Við þetta hrökk hann upp, mundi hann versið og skrifaði hjá sér. Með næstu póstferð eftir þetta fekk hann bréf frá Reykjavík; er þess getið þar, meðal annara frétta, að kunningi, hans þingskrifarinn, sé trúlofaður frændkonu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.