Skírnir - 01.01.1916, Síða 63
Skírnir.
Draamljóð.
ea
og skemtinn. Faðir minn unni og hófiegri glaðværð og
tókst því með þeim góð vinátta um þingtímann.
Nokkrum mánuðum eftir að faðir minn var heim
kominn af þinginu, dreymir hann eitt sinn, að hann þyk-
ist kominn til Reykjavíkur og er á gangi þar sem nú
heitir Bankastræti, en þá var kallað Bakarastígur. Þar
mætir hann vini sínum, þingskrifaranum. Er hann glaður
í bragði og segir föður mínum í óspurðum fréttum, að
nú sé hann í þann veginn að festa ráð sitt, og sé trúlofaður.
Faðir minn árnaði honum heilla og spyr jafnframt
hvert konuefnið sé.
Hinn segir honum ætt hennar, en ekki nafn, en kveðst
skyldu sýna honum hana ef hann vilji fylgja sér eftir.
Ganga þeir síðan niður í bæinn og að húsi einu í
miðbænum. Þar ganga þeir inn, og vísar ungi maðurinn
föður mínum til stofu. Fremur var þar skuggsýnt inni.
í öðrum enda stofunnar stóð kona ung og gervileg og seg-
ir ungi maðurinn föður mínum að þarna sjái hann nú
unnustu sina.
I sömu svifum brestur sundur gólfið undir fótum kon-
unnar og fellur hún þar niður. Heyrir faðir minn jafn-
framt kveðið að baki sér:
Sjáið þið nú fúa fjanda,
fótum undan brast hann hér,
þar sem auðgrund á réð standa
og ugði ekki grand að sér.
Þá þykist hann sjálfur bæta við:
Og andskotinn enn í dag
ávalt hefir sama iag,
blómpallur hans hýsna friður
hrestur þegar mest á ríður.
Við þetta hrökk hann upp, mundi hann versið og
skrifaði hjá sér.
Með næstu póstferð eftir þetta fekk hann bréf frá
Reykjavík; er þess getið þar, meðal annara frétta, að
kunningi, hans þingskrifarinn, sé trúlofaður frændkonu-