Skírnir - 01.01.1916, Page 66
66
Draumur.
Skirnir,-
við alt, sem eg var bundinn við, allar vonir og öll áform.
Alt ógert. Og mér fanst svo mikið líf eftir í mér — en
var sannfærður um að hjá því varð ekki með nokkru
móti komist að skilja við það alt. Eg man hversu eg varð
lamaður af skelfingu. Eg lá upp í loft í rúminu og sá
hvernig brjóstið gekk upp og niður þegar hjartað barðist.
Eg var alveg máttlaus.*
»Hafðirðu þá enga von um að lifa eftir dauðann eða
varstu ekkert forvitinn að fá að vita hvort þetta »annað
lif« væri til. Langaði þig ekki til að líta bak við tjöldin?«
»Nei. Eina vonin sem eg hafði var að eg tórði til
morguns — tórði dálítið lengur en mér var lofað. Von
mín var öll bundin við þetta líf. Móðir mín sagði mér
að eg lifði kanske til morguns, hún var að reyna að
hughreysta mig. Eg spurði hana hvort við bræðurnir
yrðum ekki látnir í sömu gröf. 0, hvað eg átti bágt með
að stynja því upp. Jú, það átti að gera það. Mér varð
heldur hughægra við það snöggvast, en svo greip óttinn
mig aftur enn ákafar en fyr«.
»Trúir þú alls ekki á annað líf?« spurði eg, »eða hef-
irðu enga von um það?«
»1 vöku finst mér það heldur liklegra að við höld-
um áfram að vera til eftir dauðann«, sagði Pálmi.
»0g mér finst eg mundi geta dáið karlmannlegum
dauða þótt ekkert væri nema forvitnin, sem hjálp-
aði mér til þess. En þarna í draumnum var eg alveg
lamaður af óttanum, þar komst engin karlmennsku-
hugsun að. Mér var það óbærilegt að eiga að sofna
draumlausum svefni og vakna aldrei aftur, skilja við alt,
sem eg átti eftir ógert og alt sem eg þurfti að gera, mér fanst
sál mín altof merkileg til þess að eiga að verða að engu,
en annað fanst mér þó ómögulegt. Eg leit á bróður
minn. Mér sýndist hann líða líkar kvalir, en hann bar
sig samt betur. Hann hafði áður sagt mér það, að hann
gæti sætt sig við það, að verða afmáður, hverfa. En nú
sá eg af hverju hárið sýndist dökkt. Það var af svita«.
Við sátum þegjandi um stund. Eg var að reyna