Skírnir - 01.01.1916, Side 67
Skfrnir.
Draumur.
67
að rannsaka minn eigin huga, satt að segja dvaldi
hann ekki oft við»umhugsunina um dauðann og dóminn«,
eg var ungur og hraustur. Pálmi sat á móti mér og
reykti pípuna sína, hann var fölur og dálítið skjálfhentur,
tekinn til augnanna. Það var hann ætið.
»Nú, og hvernig fór svo þetta?« spurði eg.
»Eg hefi áður staðið augliti til auglitis við hræðsluna«,
sagði hann og röddin skalf dálítið. »Og einmitt af því að
eg hefi forðast hana síðan, hefir hún ásótt mig. Hún er
dökk — endalaus og óskiljanleg — eins og svefn dauðans.
En þó vil eg heldur berjast við hana til eilífðar en sofa
til eilífðar. Því þótt hún hafi yfirtökin með köflum og
sigri að vissu leyti, þá sigra eg í mörgu og sigurinn yfir
því mikla afli hefir óumræðilega gleði í för með sér.«
Hann stóð upp og gekk um gólf.
»Móðir mín gekk til bróður míns. Hún spurði hann
hvort hann tæki mikið út. Nei, nei, sagði hann. Finn
ekkert til. Svo sneri hann andlitinu frá henni, hann vildi
fá að vera einn með hugsanir sínar. Hann sýndist alveg
rólegur. Komdu til mín! kallaði eg til hennar, komdu til
mín!«
»Hún kom til mín, kraup niður við rúmstokkinn minn
og þurkaði af mér svitann. — Þið fáið að vera saman i
gröfinni, sagði hún, — og svo kem eg á eftir. Þá finn-
umst við þar, sem ekkert skilur okkur. — Við fáum að
vera saman í gröfinni, hugsaði eg í sálarstríði mínu og
skelfingu, en við verðum svo óendanlega langt hver frá
öðrum, endalaust langt í svefni eyðileggingarinnar og myrk-
ursins. Hræðslan, hræðslan, breiddi dökka vængi sína
yfir mig — kolsvarta vængi sína. — En ef við deyjum,
flaug mér skyndilega í huga, þá verð eg ekki einn, hann
kemur með, við verðum að vera samferða, svo við töp-
um ekki hver af öðrum í þessum ókunna heimi. Við
verðum að leiðast. Og við verðum að muna eftir að vera
altaf nálægt þeim, sem við elskum, ástvinum okkar, til
að taka á móti þeim þegar þeir koma og leiða þá. Eg
barðist af alefli við að halda þessari hugsun fram á móti
5*