Skírnir - 01.01.1916, Side 69
Skirnir.
Draumur.
69-
andi. Hann varð á sama augnabliki alveg eins og hann,
átti af sér að vera.
»Skrifa, skrifa og verða frægur«, sagði hann, »það
var hið síðasta af þessum draumi, það var siðasta hugsun.
mín þegar eg var að deyja, hugsunin sem aldrei rættist
og aldrei gat með nokkru móti ræzt. Eg varð að sofna
til eilífðar og gleymast. Ekkert lifði eftir af mér, eng-
inn afkomandi, ekkert orð sem gat geymst. Eg hvarf
eins og regndropi sem dettur i hafiðc.
»Og hverníg leið þér þegar þá vaknaðir?« spurði eg.
»Það fór vel um mig í rúminu þegar eg vaknaði«,
sagði Pálmi, »eg var ekki sveittur og hjartað sló rólega.
Draumurinn hafði engin áhrif haft á líkamann. Eg sett-
ist upp í rúminu, það var kolsvarta myrkur. Á eg að
segja þér hvað eg gerði fyrst þegar eg var vel vaknaður?«
»Já, fyrst þú heflr sagt mér söguna að þessu, þá verð-
urðu að ljúka við hana«, sagði eg.
»Eg þakkaði guði inniiega og af verulega hrærð-
um huga fyrir að eg var enn á lífi. Spenti greipar og,
þakkaði guði.«
Eg gat ekki annað en brosað.
»Þú spentir greipar og þakkaðir guðic, sagði eg.
Þórir Bergsson.