Skírnir - 01.01.1916, Qupperneq 71
'Skírnir.
Utan úr heimi.
71
fjandmannanna á atvinnusviðinu er hnekt, þá er þar með skorið á
lífæð þjóðarinnar og bæði sigri hennar í þessari styrjöld og framtíð
hennar sem heimsdrottins spilt um aldir.
Hugsjón Napóleons mikla var að koma Englendingum á kné
með því að loka meginlandi Evrópu fyrir verzlun þeirra. Þessa
hugsjón Napóleons hafa nú Englendingar tekið upp gagnvart Þjóð-
verjum. Bandamenn umlykja Þjóðverja á alla vegu, þeir hafa
völdin á hafinu og hugsjón þeirra er, að beygja Þjóðverja, ef ekki
með vopnum, þá með því að spilla verzlun þeirra við
■ önnur lönd.
Þjóðverjar hafa á síðustu áratugum orðið að iðnaðarþjóð, og
hafa þeir því stöðugt orðið að flytja meira og meira af matvælum,
fóðurvörum og vöruefnum (óunnum vörum) inn í landið frá útlönd-
um, en hafa goldið það með iðnaðarvörum. Nú hætti þessi verzlun
alt í einu. Þyzkaland varðj eins og umsetin borg, og leit út fyrir
að alt atvinnulífið mundi fara í kaldakol, en bæði herinn og aðra
hluta þjóðarinnar skorta það, sem þurfti til að framfleyta lífinu
og halda ófriðnum áfram.
Nú varð því að grípa til einhverra ráða. Þrátt fyrir alla sína
framsýni höfðu Þjóðverjar einungis búist undir ófrið á hermála- og
fjármálasviðinu, en ekki á atvinnusviðinu. Það sem hér varð að
gera, varð því að hugsa frá grunni og þó skjótlega, b æ ð i m e ð
tilliti til þarfa hersins og atvinnulífsins.
Þó að örðugt sé að afla sór vitneskju um ráðstafanir þær,
sem gerðar hafa verið, skal eg reyna að skýra frá því helzta, sem
gert hefir verið í tveimur aðalatvinnuvegum Þjóðverja: landbúnaði
og iðnaði.
II.
A. Uppskeran á Þýzkalandi varð í minna lagi haustið 1914 og
sýnt var, að minka varð neyzlu matvæla á einhvern hátt, ef þau
áttu að endast til næstu uppskeru. Nú var um tvent að
velja. Ríkið gat látið alla verzlun með matvæli afskiftalausa
og búist við, að verðið mundi verða sett svo hátt af kaup-
mönnum, að birgðirnar entust, en fyrirsjáanlegt var að það mundi
því að eins takast, að meiri hluti þjóðarinnar, efnalausir menn,
syltu. E ð a stjórnin gat tekist á hendur að koma skipulagi á
neyzluna, annaðhvort með því að koma á meiri sparnaði f tilbún-
ingi matvæla, ætla mönnum hluta af því, er húsdýr neyttu, setja
liáverð á vörur o. s. frv., eða jafnvel skamta öllum matvæli úr hnefa.