Skírnir - 01.01.1916, Side 81
:S kirnir.
Utan úr heimi.
81
aðalhlutverk ríkisins verður hór, að ráða stefnu viðskift-
a u u a. Þjóðverjar hafa séð af ófriðnum, hve háðir þeir hafa ver-
ið útlöndum að mörgu leyti á atvinnu- og fjármálasviðinu. Fram-
--vegis vilja þeir vera sjálfum sér nógir, eftir því sem hægt er.
Hugsjón þeirra er að koma fótunum undir »lokað verzlunar-
r í k i«, sem helzt ætti að ná alla leið frá Norðurlöndum suður til
ÍLitlu-Asíu, að minsta kosti sameina Þyzkaland og Austurríki sem
fastast, og er nú verið að vinna að því. Ríki þessi ættu að vera
hvert öðru hliðholl í tolllöggjöf, jafnvel gera tollsamband með tím-
anum, en afstyra samkepninni frá öðrum löndum með háum toll-
garði. Til samans ættu ríki þessi að geta framleitt flestar vörur,
sem þyrfti. — Auk þess ætlast margir til, að stjórnin beini straumi
,;þeim af auði og mönnum, sem Þyzkaland hefir yfir að ráða, sem
mest inn á við, en því næst til núverandi sambandsmanna sinna og
hlutlausra smáþjóða, sem Þjóðverjar gætu náð til með hernum, ef
>þeir neyddust til þess. —
Allar þessar ráðstafanir og ráðagerðir eru grundvöllurinn und-
ir þeirri nýju stefnu í stjórnmálum, sem nú viiðist vera
að brjótast fram úr myrkri ófriðarins, greinilegast á Þyzkalandi, en
þó alstaðar í Norðurálfunni: Herbúnaður atvinnulífsins
u n d i r f o r u s t u r í k i s i n s. Fyrirmyndin er skipulagið á hern-
um, þar sem afkastið er raest vegna þess, að þar eru notuð öll
dullkomnustu verkleg tæki nútímans, stjórnsemi og agi ríkir þar
-eftir því sem verða má, og allir ganga fram í einingu að sama
takmarki, vinna fyrir land og lýð.
En stefna þessi á sér dýpri rætur, þó að hún só nú fyrst að
‘brjótast fram, sökum ófriðarins. Þjóðirnar hafa fundið, að þörf
er á nýjum grundvelli til þess að koma í veg fyrir stefnuleysi og
kraftatap hinnar svonefndu »frjálsu samkepni«, sem í upphafi stefndi
að þroskun einstaklingsins, en hefir haft < för með sór kúgun fjöld-
ans undir fáa menn, sem ráða yfir auðnum. í stað þess vilja
menn ná öllurn landsbúum í samvinnuna, en láta ríkið hafa
mest áhrif, vegna þess að það er fulltrúi heildarinnar um aldir,
getur verið langsýnna og víðsýnna. Fyr meir álitu stjórnmála-
flokkarnir, að alla stund ætti að leggja á framför einstaklingsins, og
flutningi á innfluttri kornvöru og stjórn Breta birgði England upp með
sykur i byrjun ófriðarins. I Noregi hafa einnig verið samþykt lög 20.
ágústmánaðar 1915, sem veita stjórninni heimild til, að koma á einka-
innflutningi á nauðsynjavörum, ef þörf gerist, o. fl. I Austurriki er
•íinkasala á kornvörum.
6