Skírnir - 01.01.1916, Side 85
Ritfregnir.
Jón Jónsson: íslandssaga. Keykjavík 1915. Bókaverslua
Sigf. Eymundssonar.
Bók þessi œtti að vera öllum Islendingum kœrkominn gestur.
Að vísu hefur mart verið ritað, og ritað vel, um sögu íslendinga
bæði að fornu og níju, einkum þó um elsta kaflann, frá uppbafi
íslands bigðar þangað til þjóðveldið leið undir lok. Af ritum á
íslensku um sögu vora undir konungsvaldinu niður til vorra tíma
kveður langmest að Árbókum Jóns Espólíns. Var það ágætt rit á
sinni tíð, enda hefur það verið sá brunnur, sem flestir íslendingar,
leikir menn og lærðir, hafa ausið af sagnafróðleik um þá tíma, 3em
það nær ifir. Enn menn hafa ekki haft fult gagn af því, einkum
sakir þess að þar er hrúgað saman svo mörgum ómerkilegum við-
burðum, að lesandanum hættir til að kafna í þeim og missa sjónar
á söguheildinni. Hingað til hefur oss tilfinnanlega vantað gott og
skilmerkilegt ifiilit ifir alla sögu landsins frá elstu tímum til vorra
daga. Ágrip eru að vísu til, enn þau eru ekki annað ecn magrar
beinagrindur, og hafa því ekki fullnægt þörfum vorum.
Nú er bætt úr þessari þörf með þeirri bók, sem hjer liggur firir.
Islandssaga Jóns Jónssonar rekur megindrætti sögu vorrar frá
elstu tímum til vorra daga, dregur fram í birtuna þá viðburði, sem
mestu máli skifta, lísir þeim átakanlega í snjöllu máli, klæðir þá
holdi og blóði, þó að frásögnin sje stutt, sínir orsakir þeirra og
afleiðingar, enn missir þó aldrei sjónar á söguheildinni, svo að sagan
verður, þegar vel er að gáð, einn óslitinn þráður. Þetta var einmitt
það sem vjer þurftum að fá til að átta oss í völundarhúsi sögu
vorrar. Bókin er sannkallaður áttaviti firir hvern þann sem fæst
við sögu landsins að fornu og níju.
Það er ekki lttill vandi að velja efni í slíka bók, vinsa úr þá
viðburði, sem merkilegir eru, og haftta hinum. Það getur enginn
nema sá, sem hefur um langan aldur lagt stund á sögu laudsins,