Skírnir - 01.01.1916, Síða 89
Skirnir.
Ritfregnir.
89'
slíkri bók fegins hendi og þakka ekki höf. þessa góðu gjöf með
því að hagníta sjer hana.
Það tel jeg mikið mein, að bókinni filgir ekki skrá ifir manna-
nöfn til leiðbeiningar kennurum og öðrum, sem nota hana sem-
handbók. Enn úr því verður vonandi bætt bráðlega í nírri útgáfu.
Reikjavik 10. janúar 1916.
Björn M. Ólsen.
Ágúst Bjarnason : Yfirlit yfir sögu mannsandans. Vestur-
lönd. Reykjavík, 1915. 500 bls.
Þetta er óvenjulega efnismikil bók. Hún byrjar á því að lysa
menningu Itala á dögum Endurreisnarinnar, skyrir því næst frá siðbót-
inni, tildrögum hennar ogafleiðingum, og þá frá heimsmyndinni n/ju,
landafundunum, Kopernikus og Giordano Bruno, Kepler og Newton.
En þetta er aðeins inngangurinn. Meginþáttur bókarinnar fiallar
um heimspekina á 17. og 18. öld — um menn eins og Descartes,
Pascal, Spinoza, Rousseau og Herder, svo að eg nefni nokkur nöfn
af handahófi. Lesandinn hefir þá fylgt för mannsandans eftir ein-
um af veglegustu köflum brautar hans, frá því að hann rauf kryst-
alsþak himnanna, sem miðaldakirkjan hafði hvelft yfir höfuð manna,
og braut hlekki skólaspekinnar af hugsuninni — og fram að þeim-
tíma þegar heimspeki Kants, skáldskapur Goethes og stjórnarbylt-
ingin mikla hefja nytt ti'mabil, sem enn þá er ekki lokið.
Það eru slíaar bækur, sem framar öðrnm benda mönnum á<
kjarnann í lífsgildi sagnfræðinnar. Það er ekki fróðleikurinu. En
það er útsýuið, yfirlitið. Lesandinn sór skoðanir og kenningar
fæðast, berjast og falla. Hann lærir umburðarlyndi og gætni.
Skyldu ekki sumar skoðanirnar, sem hann sjálfur er sannfærðastur
um, sem nú eru alment viðurkendar, eiga eftir að sæta sömu for-
lögum? Og vonirnar um framtíb mannkynsins fá byr undir vængi.
Nú læra börnin í skólunum það sem spekinga 17. aldarinnar óraði-
ekki fyrir. Enginn eygir til fulls þau takmörk, sem mannsandan-
um eru sett.
En auk þess eru þeir menn, sem látið hafa eftir sig afbragðs-
rit. meira en tóm saga. Þeir lifa enn þá. Rousseau og Pascal
eiga engu síður fylgismenn og andstæðinga nú en meðan þeir
lifðu. Giordano Bruno getur enn þá lyft mönnum til flugs-
með sér út í ómæli himingeimsins. Spinoza getur ennþá hafið