Skírnir - 01.01.1916, Side 92
92
Ritfregnir.
Sklrnir-
en þó ber því eigi að neita, að l/sing höf. á honum er nokkuð
/kjukend og öll frásagan um viðskifti þeirra Snjólfs b/sna ósenni-
leg, þó að hiin sé mjög skemtileg. Yfirleitt er saga þessi pr/ðis-
góð og persónul/singarnar ágætar, svo það er eins og maður sjái
þennan minnisstæða atburð lifandi fyrir augum sér í allri sinni
fjölbreyttu og einkennilegu mynd.
Onuur sagan — Hækkandi stjarna — er um þau feðgin
B j ö r n bónda Einarsson Jórsalafara og dóttur hans
Vatnsfjarðar-Kristinu. Kristín er aðalpersóna sögunnar,
og segir í fyrri þættinum af þeim systkinum, Þorleifi og henni, í
föðurgarði. Þorleifur var þá í fullum æskublóma, og framtíðin
brosti við honum svo glæsileg, sem framast mátti verða, því ekki
skorti auðinn og metorðin, en Kristín var á þeim árum mjög heilsu-
tæp, og s/ndist varla eiga langt líf fyrir höndum, þótt henni segði
jafnan hugur um, að hún mundi lifa bróður sinn. Að þessu leyti
liefir höf. alveg nákvæmlega fylgt heimildunum, og sjáum vér ekk-
ert athugavert við 1/singu hans á sjúkdómseinkennum Kristínarr
því þetta leiðsluástand hennar kemur vel heim við yms fyrirbrigði í
daglegu lífi á öllum öldum, og er það réttmætt hjá höf., er hann kall-
ar þennan þáttinn »milli tveggja heima.« Þessi þáttur endar á
þeim miklu umskiftum, sem verða á högum þeirra systkinanna,
því Þorleifur druknaði vofeiflega, en Kristín reis úr rekkju og náði
brátt fullri heilsu. Þetta er og í fullu samræmi við heimildirnar.
og hefir höf. ekki gert annað en að færa það í skáldlegan og skemti-
legan búning. — I seinna þætti sögunnar er Kristínu 1/st i fylsta
blóma, og sagt frá brúðkaupi hennar og Þorleifs Arnasonar frá Auð-
brekku, sem lagði grundvöllinn undir hinn mikla auð og getigi ætt-
arinnar á seinui hluta 15. aldar. Brúðkaupinu í Yiðey er lyst af
miklu fjöri, og allri þeirri glæsilegu viðhöfn, sem því var samfara,
og hefir skáldið haft þar víðan leikvöll fyrir ímyndunarafl sitt, en
helzti íburðarmiklar hyggjum vór 1/singar hans á skrauti manna í
klæðaburði um þær mundir, og mjög vafasamt, að hann lysi rótt
klæðabúnaði kvenna, þótt erfitt só að segja nokkuð um það með
fullri vissu, þar sem ettgar ísl. myndir eru til frá þeim tímum. Þá
gerir hann og vafalaust of mikið úr mannfallinu í Svartadauða, og
nær það varla nokkurri átt, að mannfjöldinn hafi verið hór á landi
hundrað þúsund tólfræð fyrir pláguna, þótt Espólín hermi það, og
tveir þriðjungar manna hafi fallið. En þetta skiftir auðvitað ekki
miklu máli í þessu sambandi.
Síðastá sagan er um Söngva-Borgu, dóttur Jóns lög—