Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1916, Side 93

Skírnir - 01.01.1916, Side 93
Skirnir. Ritfregnir. 93 tnanns Sigmundssonar, og Kristínu á Geitaskarði, dóttur Gott- skálks biskups, og er það bin alkunna og illræmda viðureign þeirra biskups og lögmanns, sem varpar sorgarskugga á líf aðalpersón- unnar og gerir hana að aumingja og auðnuleysingja, þótt upplagið só gott. Höf. hefir mjög vel tekist að lýsa báðum þessum konum, svo ólíkar sem þær eru að eðlisfari, en ekki verður því neitað, að Kristín dregur alveg til sín athyglina og samúðina, eftir að hún kemur til sögunnar. Höfundurinn hefir bæði í þessari sögu og hin- um fyrri tekið sór fyrir hendur að yrkja í miðaldastíl, og er það ekki á hvers manns færi, eða ef til vill á einskis manns færi svo verulega vel sé, því það sem lætur einfaldlega og eðlilega í eyrum í eldri kvæðum, verður oft óeðlilegt og tilgerðarlegt í eftir- stælingum. En það má Jón Trausti eiga, að honum hefir tekist óvenju vel að ná réttum blæ í sumum kvæðunum, eða að minsta kosti í sumum visunum. f>ær sögur Jóns Trausta, sem hór hafa verið gerðar að úm- talsefni, eru mjög hugþekkar á marga lund, og óskum vér og von— um, að þær verði kærkominn gestur víða um land, og hins eigi síð- ur, að höf. eigi eftir að finna marga fleiri góða stofna í ættkvísl— um vorum og lýsa þeim jafn vel og huglátlega, sem hann hefir gert í þessum sögum. .Tón Jónsson. Jónas Jónasson : Ljós og sbnggar. Smásögur. Reykjavík. Tfókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar 1915. Sögur þessar eru gamlir kunningjar úr Iðunni, sögusafni Þjóð- ólfs og víðar að. Var það vel til fallið að gefa þær út saman. Þær eiga sérstakt sæti í bókmentum vorum, og munu verða lesnar enn, þótt margt só nú breytt frá þeim tíma, er þær voru ritaðar. Það hefir ekki verið gleðin yfir manngæzkunni, sem gerði síra Jónas Jónasson að söguskáldi. Mannvonzkan, heimskan og vesöld- in, andleg og líkamleg, eru hans yrkisefni í öllum þessum sögum. Hann grípur í sinni sögunni á hverju kýlinu, og þó stundum á fleirum í senn. 1 einni er það faðirinn, er neyðir dóttur sína til að giftast manní, sem hún hefir andstygð á; í aunari hreppstjór- inn, sem níðist á skjólstæðingi sínum, umkomulausri ekkju; í þriðju eru það embættismenn þjóðfélagsins, sem hylma yfir skömmina hver með öðrum ; í fjórðu er það óþrifið hreppsómaga heimili, með sullaveiki og aðdáun á ósvífnum skottulækni; í fimtu ágjarn pró-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.