Skírnir - 01.01.1916, Page 94
94
Ritfregnir.
Skírnir-
fastur ; í sjöttu stjórnraálarembingur, vindbóla, sem þytur upp og
hjaSnar sarastundis aftur; í sjöundu vitlaus áfengislöggjöf; í átt-
undu réttleysi leiguliða; í níundu hestaníðingar og í tíundu mein-
særi < gróðaskyni og af heigulskap. Ósjálfrátt fljúga manni í hug
orð Bólu-Hjálmars um Akrahrepp:
»Eru þvi flestir aumingjar,
en illgjarnir þeir, sem betur mega«.
Bókin hefði átt að heita »Skuggar«. Ljós mannlífsius finst-
þar naumast nema eins og glæta, sem er að kafna undir skugga-
jöðrunum. Slíkar bækur hafa að vísu hlutverk að vinna. Þær geta
oft opnað augu manna fyrir því sem aflaga fer í þjóðfélaginu, —
brennimerkt það í almenningsálitinu. En í óvita höndum, einkum
útlendra, geta þær líka orðið brennimark á þjóðina alla. Þeim,
sem lítiö þekkja til, hættir við að dæma þjóðina eftir því, hvernig
henni er 1/st í skáldsögum; jafnvel hálærðir fagurfræðingar virð-
ast stundum gleyma því, að a 11 a r skáldsögur eru »lygisögur«,
þó munur sé á, hve líklega er logið.
Síra Jónas segist í formálanum aldrei hafa ímyndað sér að hann
væri skáld. Það er hann nú engu að síöur, því að hann segir
þannig frá, að persónurnar fá líf, svip og rödd. Frásögnin er svo-
blátt áfram, svo tilgerðarlau? og fjarri öllu pírumpári, að lesandinn
trúir henni. Einmitt af því að höfundurinn virðist ekki gera sér
far um að veiða menn með neinum listabrellum, nær hann þeim f
snöruna. Samtölin eru oft eins og þau væru hraðrituö af vörum
þeirra sem tala, og gera þar fáir betur. Þessi trúverðugleiki er
listin i sögunum, og truflast þó á stöku stað við það, að höf. tek-
ur fram í og segir sína skoðun.
Bezta sagan finst mér »Eiður«, þó athugavert só hvernig s/slu-
maður bagar róttarhaldinu. »Eiður« mun vera yngsta sagan, og bendir
það á, að höf. muni ef til vill enn eiga eftir að ná hámarki listar
sinnar.
G. F.
Hnlda: Æsknástir. Smásögur. Reykjavík. Bókaverzlun
Sigurðar Kristjánssonar. 1915.
Eg hefi tvílesið þessa bók — með ánægju. Það er gaman að-
heyra hljóðið í n/jum stieng. Og þessar sögur eru vorblær f
íslenzkri sagnagerð, hreinn og þyður. Þar er birkiangan og blóm-
ilmur frá gróandi ddlum. Þarna er skáldkona, og segir fri