Skírnir - 01.01.1916, Side 95
Skírnir.
Ritfregnir.
95-
íslenzkum konum. Og þó það sé fróðlegt aö heyra hvað karlmenn'
finna í sálum kvenna, þá mundi hinu verða trúað betur, sem kona
segir frá systrum sínum. Reyudar væri synd að segja, að íslenzkum
konum væri borin illa sagan í bókmentum vorum að fornu eða
n/ju. Þar eru margar kvenperlur. En ekki ófríkkar hópurinn með'
þeim sem Hulda leiðir við hönd sér ofan úr dölunum. Þær eru
hver annari yndislegri. Einkenni jteirra er óeigingjörn ást,
sem veit hvað hún vill, en heimtar ekki meira en fyrir er. Þarna
eru íturvaxnar og sjálfstæðar konur, sem drekka bikar saknað-
arins með tign yfir hvarmi, ásökunarlaust. Hugljúfari dalablóm
hafa ekki vaxið í íslenzkum sögum.
Bezta sagan þykir mér »Sumar«, og er merkilegt ef hún fer
ekki víðar en um Island.
Einn af stærri spámönnum bókmenta vorra hefir kveðið til
Huldu, að hún væri »f y r s t i gróður vors n/jasta
s k ó 1 a « . Þau orð mega vel fylgja þessari bók.
G. F.
Ljóðmæli eftir Hjálmar Jónsson í Bólu. Jón Þorkelsson
hefir búið undir prentun. 1. hefti. A kostnað Hjálmars Lárus-
sonar. Reykjavík 1915.
Hér er byrjaðá útgáfu af kvæð'um Bólu-Hjálmars, sem gert er
ráð fyrir að verði 3 hefti og taki það af kvæðum hans er til næst
og tækt þykir. Flest kvæðin í þessu hefti eru áður óprentuð,
enda svo nærri gengið um útgáfuna, að grípa hefir orðið til grísku-
leturs til að fleyta sumu sem þar er. Er því enn þörf grísku—
kunnáttu í landinu, þar sem Bólu-Hjálmar verður ekki að fullu
Jesinn án hennar. Fátt er hér af betri kvæðum Hjálmars, og þó
nóg til þess að menn kaupi heftið. Nefni eg t. d. hina snildar-
fögru þyðingu á latínuvísum Guðmundar heyrara Steinssonar um
meistara Jón. Hefir Hjálmar tekið bragarháttinn eftir hinni gnll-
fögru þýðingu Jóns Þorlákssonar á kvæði Hórazar: »Um hvað
biður óðarsmiður Appollín«, og er gaman að sjá hvernig hátturinn
eykur Hjálmari ásmegin, einmitt af því bann er honum n/r. Ef
til vill sést hvergi betur hvílíkt vald honum var gefið yfir íslenzk-
unni. Það hefðu orðið merkileg ljósbrot í þeim gimsteini, ef hann
hefði fengið að slípast eins og bezt mátti verða af hentugum
lífskjörum, í stað þess að »glóa í mannsorpinu« eins og hann kom-
úr námunni.
Pappírinn í útgáfunni er leiðinlegur.
G. F.