Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1916, Síða 103

Skírnir - 01.01.1916, Síða 103
Island 1915. Árið 1915 hefir verið bezta ár hér á landi bæði til lands og -sjávar. Veturinn góður frá nyári. Vorið kalt, og sórstaklega þur- -viðrasamt á Suðurlandi. Eftir miðjan marz gerði hafís vart við sig við Vesturland, en þó ekki til mikilla muna þá. En í maí kom hann að Norðurlandi og var þar mikill ís á reki fram og aftur alt fram í miðjau júií og truflaði mjög skipaferðir. En úr því varð ís- laust. Grasspretta varð tæplega í meðallagi yfirleitt, og ollu því þurviðri sunnanlands, en hafísinn norðanlands. Sumartíðin var góð og hagstæð og varð n/ting heyja í bezta lagi, svo að þau urðu eftir sumarið bæði mikil og góð sunnanlands og í meðallagi norðanlands. Garðvextir yfirleitt meiri en í meðallagi. Haustið var gott og bezta tíð fram til ársloka. Skaftafellssýslur eru þó undantekning frá þessu, því þar var rigningasamt síðari hluta sumars og alt haustið, og á Austfjörðum var rosatíð fyrir árslokin. Eftirtektar verðar eru athuganir þær, sem Mýramenn segjast liafa gert á háttsemi kríunnar þetta sumar og hið næsta á undan. ’Vorið 1914 var fádæma hart og segja þeir að kríur hafi þá alls ekki orpið. En vorið 1915 urpu þær ekki fyr en seint í júní og voru að því alt fram í ágúst. Þær eru vanar að fara um höfuð- dag, en í haust fóru þær ekki fyr en um veturnætur. Sama er að segja um fleiri fugla. Lóur fóru að minsta kosti mánuði siðar -en venja er til. Viku af vetri sást stór lóuhópur á Mosfellsheiði. Aflabrögð voru í bezta lagi þetta ár. Flestir botnvörpungarnir -söltuðu afla sinn í janúar og febrúar, og gekk veiðin fremur stirð- lega. Þeir fáu af þeim, sem fóru með fisk sinn til Englands á þessum tíma, fengu sæmilegt verð fyrir hann. Með marzbyrjun tóku öll botnvörpuskipin að afla í salt, og varð aflinn á vetrar- vertíð með langbezta móti. Vorið út af fyrir BÍg var ekki venju ibetra, og tók þá fyrir afla með fyrra móti. En að samanlögðu var 'vetrarafli og vorafli miklu meiri en í meðallagi. Þó var óvenjumikið af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.