Skírnir - 01.01.1916, Síða 107
:'Skirnir.
Island 1915.
107
legt alþingi kemur sarnan, skuli niður falla, og hefði þá enn orðiS
að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið á tveimur þingum, með
þingrofi á milli, ef þessu hefði ekki fengist framgengt. Þessi af-
staða til málanna var bygð á þeim skilningi, að konungur hefði
með ummælum sínum í ríkisráðinu 30. nóv. fullnægt fyrirvaranum,
sem alþingi 1914 lót fylgja stjórnarskrársamþykt sinni, og væri
það því ráðherrans sök, er misskilið hefði vilja þingsius, en ekki
konungsins, að málið strandaði. En frá ráðherra hálfu var haldið
fast við þann skilning á fyrirvaranum, sem hann hafði haldið fram
í ríkisráðinu. Leið svo fram í febróar, og var deilt um þetta
fram og aftur, en ráðherra gegndi stjórnarstörfum áfram til bráða-
birgða, enda þótt hann hefði beiðst lausnar frá embættinu 30. nóv.
Koriungur hafði þá lýst yfir því í ríkisráðinn, að ætlun sín væri
að kveðja íslenzka stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum á fund sinn,
til þess að reyna að jafna ágreininginn. Nálægt miðjum febrúar
fékk Hannes Hafstein fyrv. ráðherra tilmæli um það frá konungi,
að hann kæmi á fund hans til ráðagerða, og fór Hafstein þá
utan. En um þaö leyti sem hann var að leggja á stað, kom fram
yfirlýsing frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þess efnis, að þeir
fóllust á skilning ráðherra á alþingisfyrirvaranum. Höfðu 18 þing-
menn skrifað undir þá yfirlýsingu, og nokkrir bættust við síðar.
Hafstein var ekki lengi í utanföriuni. Eu meðan hann dvaldi í
Khöfn komu hingað símskeyti frá konungi til þriggja þingmanna í
Sjálfstæðisflokknum, og óskaði hann að þeir kæmu á fund sinn til
viötals. Þessir þingmenn voru prófessorarnir Einar Arnórsson og
Guðmundur Hannesson, en hinn þriðji Sveinn Björnsson yfirdóms-
lögmaður. Fóru þeir héðau nálægt miðjum marz og voru mánuð i
förinni. í Khöfu hafði vel samist með þeim og konungi, og er þeir
komu heim, voru þeir allir sammála um, að greiða fyrir samkomu-
lagi um fyrirvaraágreininginn intian Sjálfstæðisflokksins og vinna
að því með Heimastjórnarflokknum að úrlausn fengist á stjórnar-
skrármálinu og fánamálinu. Málaleitunum þeirra var illa tekið af
ýmsum í Sjálfstæðisflokknum, og klofnaði flokkurinn út af þessu,
því aðrir studdu þá að málum. En nú var svo komið að þrímenn-
ingarnir og Heimastjórnarmenn í bandalagi höfðu nægt atkvæðaafl
til þess á alþingi, að tryggja þeim ráðherra, sem tæki að sér að
. koma fram staðfestingu stjórnarskrárinnar og fánamálitiu, að þingið
léti sér það vel líka. Konungur kvaddi þá Einar Arnórsson pró-
fessor til þess að taka við ráðherraembættinu, og var það 4. maí.
jNokkru síðar fór hann á konungs fúnd, og var stjórnarskráin stað-