Skírnir - 01.01.1916, Side 108
108
Island 1915.
Skírnir,-
fest 19. júní, og sama dag var gefinn út kouungsúrskurður unr-
sérstakt flagg handa Islandi. Síðan hefir dottið niður öll deila um
gerð flaggsins, og er nú hið n/ja, þrílita flagg alment notað, en
bláhvíta flaggið horfið. En töluverð rimma varð á þingínu út af
staðfesting stjórnarskrárinnar, er lauk svo, að báðar deildir þings-
ins 1/stu ántegju yfir henni, neðri deild með 14 atkv. gegn 10 og
efri deild með 8 atkv. gegn 5. Voru þeir sjálfstæðismenn, sem
andmæltu staðfestingunni og töldu ráðheria og þrímenningana hafa
brugðist flokki sínum, nefndir »þversum menn«, en hinir, sem féll-
ust á gerðir ráherra, »langsum menn«, og hafa þau nöfn haldist
síðan á flokksklofningunum, því ekki hefir gróið um heilt milli
þeirra síðan. Voru fjórir flokkarnir á þinginu þetta sumar, þeir
tveir, sem n/nefndir eru, Heimastjórnarflokkurinn og Bændaflokkur-
inn, sem þó var fámennari nú en áður, því að /msir höfðu gengið
úr honum, bæði á þingi 1914 og í þingbyrjun 1915, og yfir í
Heimastjórnarflokkinn, en hann var á þessu þingi fjölmennasti
flokkurinn.
Helztu lög frá þinginu, auk þeirra, sem þegar hefir verið •
minst á, eru þessi: Um mat á lóðum og löndum í Rvík; um ullar-
mat; um stofnun vólstjóraskóla í Rvík; um sparisjóði; um d/ra-
verndun; um atvinnu við siglingar; um atvinnu við vélgæzlu á
gufuskipum; um heimild fyrir seðlaaukningu íslands banka; um
rafmagnsveitur; um líkbrenslu; um bann gegn tilbúningi áfengra
drykkja; um breytingar á bannlögunum; um mæling á túnum og
matjurtagörðum; um hafnargerð á Siglufirði; um kosningar til
alþingis; um þingsköp alþingis; um fasteignamat; um fjölgun
d/ralækna.
N/ja stjórnarskráin gengur í gildi 19. janúar 1916. Breytingar
frá eldri stjórnarskránni eru ekki litlar og horfa sumar’út á við, en
aðrar inn á við. Þetta eru þær helztu, sern út á við horfa: 1.
Konungur vinnur eið að stjórnarskrá Islands. 2. Konungur er
ábyrgðarlaus og friðhelgur. Eiga þessi ákvæði í stjórnarskránni að
maika sk/rara en áður réttindi landsins. 3. Akvæðið um, að em-
bættismenn hafi rétt innborinna manna, er felt burt. 4. Fæðing
hór á landi eða vistferli um síðastl. 5 ára skeið áður kosning fer
fram er orðið kosningarróttarskilyrði til alþingis, en heimilisfesta
innanlands kjörgengisskilyrði. 6. Alþingi er 1/st friðheilagt, og má
enginn raska friði þess nó frelsi. Mun þessu ákvæði vera líkt far-
ið og 1. og 2. lið hór á undan. 6. Ef alþingi samþykkir breyt-
ingar á sambaudi íslands og Danmerkur, skal leggja það mál und-