Fjölnir - 01.01.1839, Page 130
dönsku skólunum ekki er ifirfariö annað enn helstu atriöi
trúarbragðanna eptir sínum tilskipuðu kjennslubókum; og
í 'þessu liefir skólinn litlum framförum tekiö og kjennslan
næstum staðið í stað núna upp í næstum 30 ár; þetta
væri nú sök sjer, ef ltenui í firstunni hefði veriö hagan-
lega firir komiö; enn á þaö vantaöi; og |>að er ekki
of hart að kveðið, að hún samsvari nú ekki tilgánginum
og {törfuin landsins. Jetta má bæði sanna af reínslunni
og röksemdum skinseminnar. 5eh’ sem nú útskrifast
frá skólanum, ern til jafnaðar í eíngu eíns tæpir, og {>ví
sem við guöfræðina á skilt. ÍÞað J)arf ekki annað enn
að sjá, hvurnig geíngur að svara árlega spurníngunum,
sem eru sendar til úrlausnar lærdómsiðkurnm, sem bíða
eptir vígslu, ef þeír hafa ekki sjálfir átt færi á að taka
framförum frá því þeír fóru úr skólanum. j>aö er al-
geíngt, að heílli spurníugu er svarað ineð tveímur eða
jiremur línum, j)ar sein til ætlað var, að greítt irði úr
henni, og opt verður úrlausnin fjarstæð því, sem vera
átti: menn gjeta sjer til eítthvað út í loptið, af því so
lítið er að stiðjast við, og stunduin er nærfelt eíns marg-
liáttuð úrlausnin, eíns og þeír eru margir, sem svarað
hafa, og þaö stundum í þeím efnum, sem algeíng eru
og raunar ekki er nema eín meíning um; það væri hægt
að sanna þetta með dæmum, ef rúmið leífði, og undir
eíns gjefa sínishorn af því, hvurnig úrlausnin hefði átt
að vera. Sama verður uppi á, þegar eínhvur kjemur til
liáskólans; þó hann liafi ifirgjefið skólann með allgóðum
orðstír firir kunnáttu sina í guðfræði, tekst honuin varla
að leísa úr þeím spurniugum mínkunarlaust, sem honum
eru þar settar firir í trúarbragðafræðinni, sem eru þó
so miklu auðveldari, og þeím gjæti ekki fallið ervitt að
losast við, sem annars hefði komist að nokkurri undir-
/
stöðu í guðfræði; hefir Islendíngum á síðustu timum reítt
eínna lakast af að tiltölu í þessarri vísindagreín í firsta
lærdómsprófinu við háskólann.