Ný félagsrit - 01.01.1861, Blaðsíða 3
AlÞiNGISMALIN OG AGGLVSIiNGAR KOiNGNGS.
3
leibir af) heyra æ og ætíS tuggifc upp aptur hiB sama,
svro þeir vilja þá helzt aldrei heyra slík mál nefnd framar.
þessi hvikulleiki brennur nú alstahar vifc, en hann er því
hættulegri á íslandi en annarstafear, sem þar stendur svo
á, ah enginn hefir fram vorar þjóhlegar óskir nema alþýfea
sjálf og alþíng, og þessvegna heyrist engin rödd frá þeirri
hlif) ef alþíng þagnahi, eba alþýSa hætti af) skipta sfer af
því. Vér höfum einnig dæmi af reynslunni í þessu efni.
þegar bænarskráin um almennt verzlunarfrelsi var send
frá alþíngi 1795, var hún þvert afstúngin meh svari konúngs
tveim árum sí&ar (1797). Fyrir þessari bænarskrá höfhu
gengizt embæftismenn einir, en alþý&a var varla a& eins látin
skrifa undir. þegar nú konúngur neitabi, þorfeu embættis-
menn ekki annah en þegja. Vi5 þa& þögnuhu landsmenn,
og verzlunin stóh óbreytt á aöalgrundvelli sínum eptir
fimmtíu ár, þegar alþíng komst á aptur. Stjórnin haffci ekki
tekiS sig fram um a’b breyta nema smáatriBum. rétt eins
og til sýnis. En eptir af) alþíng hai'Bi á ymsan hátt
hreift vife málinu á ný aptur og aptur í hvert sinn sem
þah kom saman, á fjórum þíngum og fimta þjó&fundinum,
þá fékkst loksins breytt a&alatrihinu, ab landsmönnum
skyldi eins heimilt ab verzla viö útlenda sem innlenda.
Hina sömu reynslu höfum vér fyrir oss í ö&rum málum,
og hún mun koma fram í hverju máli sem er, þegar vér
ab eins kunnum afc hafa þá hagsýni, ab fara því einu
f'ram sem skynsamlegt er, réttvíst og sanngjarnt, og ekki
hefir annaí) vife aí) stríba en eitthvert öfugstreymi í skoö-
unum stjórnarinnar.
því þafe er í augum uppi, ab í vibskiptum stjórnar-
innar og alþíngis gánga eins og tveir straumar hvor móti
öílrum, og þar er ab vorri hyggju allt stjórnlegt líf landsins
og landsmanna, og öll þeirra stjórnleg framför undir komin,
1»