Ný félagsrit - 01.01.1861, Blaðsíða 106
106
(JM SJALFSFORRÆDI.
án þess neinn sýnilegr skattr væri á iagbr, og þvarr dag
frá degi og ár frá ári, svo öll saga landsins alla seytjándu og
átjándu öld er samanhangandi uppdráttar og veslunarsaga.
I fyrstunni var svo um biiib, sem einokunin væri gjörb land-
inu til verndar fyrir yfirgangi útlendra: nú þyrfti lands-
menn enga umhyggju a& bera fyrir komandi tíb, nema
gegna kröfum taxtans og bobum kóngsverzlunarinnar. En
hin fyrstu árin stakk þó svo í stúf þegar í kaupstabinn
kom, ab mönnum datt allr ketill í eld og báru sig sáran
upp. En höfijíngjar landsins voru sundrlyndir, og alþýöu
var haldiö mest vi& útlag&ar gu&s or&a bækr. Sálarinnar
eintal vi& sjálfa sig var um þessar mundir prenta& á Hól-
um, en öll veraldleg fyrirhyggja var& útundan; enda
var þá vi& rampian reip a& draga. Island var þá rnjög
óþekkt; bókmentir vorar lágu þá vanhirtar í svörtum
skinnbókum, sem fáir kunnu a& lesa, og útlendir menn
höf&u lítil e&r engin önnur kynni af landinu, en þau, sem
fá mátti af bók Blefkens, sem um þessar mundirkomút;
en þar er landsmönnum líst verr en refum í grenjum, og
þeim bori& allt illt en ekkert gott. þa& var því lítil von,
a& nokkur mundi taka málstaö vorn, e&a óréttr vor renna
nokkrum til rifja, því þá var önnur öld en nú, þegar ís-
lenzkt mál og bókvísi er or&in kunn um önnur lönd', og
þarme& vakin velvild til landsins í huga margra. í byrjan
seytjándu aldar var því varla anna& úrræ&i, en a& bera sinn
harm í hljó&i og vænta betri daga, og a& hamíngjan
mundi þar meiri miskun á gjöra. þetta var& og úrræ&i&,
og lag&ist nú sú líkn me& þraut, a& menn gleymdu upp-
runa báginda sinna, og nú fór a& renna upp ný kynslóö,
sem enn eldir af, sem ólst upp í þeirri hugsan, a& landi&
og veröldin öll færi dagvesnandi, og mundi landi& loksins
leggjast í au&n af landbrotum og skri&um og óárani. Menn