Ný félagsrit - 01.01.1861, Blaðsíða 103
LIM SJALFSFORRÆDI.
103
sjálfsforræöi og hætta. þetta var annab liljófe, en verih
haffei um daga landnámsmanna, og sem lesa má í sögum
vorum, og þaB er skamt yfir sögu ab fara, ab landsmenn
urbu sneyptir af þeim kaupum; ánaub og álögur ÍVjru vax-
andi, en kyrb og landsfribr varb ekki ab meiri; flest sín
rettindi áttu nú Iandsmenn ab sækja austr um haf, en til
þess urbu þeir, sem von var, helzt til handstuttir, þeim var
því sá einn kostr, ab sitja heima og bíba átekta. Út-
lendir sýslumenn höfbu landib ab Ieigu, og tóku allt hvab
þeir gátu liöndum á komib. Af þessu óx agi og órói í
landinu, sem mun hafa verib litlu betri en Sturlúnga öld, ef
menn hefbi svo ljósar sögur frá fjórtándu öld, sem menn hafa
frá þrettándu; er þaÖ dæmi eitt nóg um Krókálf heitinn, sem
mörgum er kunnigt. I gamla sáttmála var því heitiö, ab
landaurar skyldu upp gefast; en á fjórtándu öld kemr í þess
staÖ annaö nýtt gjald, og á þeirri öld finnast fyrstu drög til
verzlunar-einokunar þeirrar, sem síöan varb landinu svo
háskasöm, því nú fóru Noregskonúngar ab auka kaup-
stabar-rett Björgvinar, og einoka verzlun Islendínga viÖ
þá borg. - Á biskupsstólunum, þar sem í fyrndinni höfbu
setiÖ Gizur biskup og Páll biskup, sátu nú útlendir biskup-
ar ab mestu, hver frarn af öbrum, nærfellt 200 ára. Um
fjárhag landsins er þab skjótast ab segja, ab landsmenn
borgubu skatt sinn, einsog til var skilib í gamla sáttmála,
en höfbu fátt í stabinn, nema nafnbót þá, ab heita skatt-
land Noregskonúnga, og vansa þann, ab vera sviptir sjálfs-
forræbi sínu og fornu Iagafrelsi, en deilur og sundrlyndi
innanlands þrifust engu síör undir hinni nýju stjórn, en
verib hafbi í fyrri tíb; manndráp og víg vóru sjaldgæfari,
því olli tíöarandinn, og svo hitt, ab vopnaburÖr lagbist
smámsaman nibr, en málasóknir og illdeilur uxu ab sama
hófi, og ymsir stukku úr landi af höfbíngjum landsins, til