Ný félagsrit - 01.01.1861, Blaðsíða 141
ISLENZK MAL A ÞlNGI DANA.
141
vili ekki vera kyr nema hann fái þessa 600 ríkisdala
launavi&bót, en þar á móti hefir hann hvab eptir annaft
sótt um annab embætti her í landi, af því hann ekki sá
sér fært ab komast af meb þau laun, er hannnúhefir, en
þau eru 1400 rdl. þareb því nú ekki verbur neitab, ab
eptir því sem ástatt er, og eptir hæfilegleikum þessa manns,
er ástæba til ab æskja þéss, ab hann sé kyr í embætti
sínu — sjálfsagt svo lengi sem unnt er og honum endist
líf: — þá virbist mér vera /ull ástæba til ab bæta kjör
hans, og þab því 'fremur, sem ekki verbur móti því borib,
ab 1400 ríkisdalir eru býsna lítil laun handa honum,
einkum í samanburbi vib laun skólameistara hins lærba
skóla, sem hefir fengib laun sín hækkub í fjárlögum þess-
um. En ástæban til þess, ab nefndin liefir ekki öldúngis
farib eptir breytíngaratkvæbi rábgjafans, er einmitt sú, ab
hún vildi leitast vib meb þessu móti ab festa embættis-
manninn framvegis vib stöbu þá, þar sem ekki þykir
mega án hans vera, einsog ábur er sagt.
þegar gengib var til atkvæba var samþykkt breytíng-
aratkvæbi rábgjafans meb 39 atkvæbum mót 30.
þá er fjárlagafrumvarpib kom til annarar umræbu í lands-
þínginu, 15. dag Januarmánabar 1861, leiddi framsögumabur-
inn, Bjerring professor, athuga manna ab grein þeirri f nefnd-
aráliti fólksþíngsins, er gefur stjórninni bendíng um breyt-
íng á því fyrirkomulagi, sem nú er á fjárhagsmálum Is-
lands, og fórust honum ab öbru leyti orb á þessa leib:
„Nefndin hefir ekki fengib mér neitt umbob til ab
ræba um þetta atribi, en eg fyrir mitt leyti verb ab mæla
kröptuglega meb því. Mér virbist vera mikil hvöt til ab
komast fyrir endann á því, hvernig tekjum Islands sé
varib í samanburbi vib gjöld þess, og hversu mikinn