Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Side 1

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Side 1
E I d g o s i n. I fyrra var í „frjettum frá íslandi" fyrst skýrt frá þjóðhátið íslend- inga, er var morkastur viðburður árið 1874. Nú skal þar á mót fyrst skýra frá cldgosum þeim, cr dundu yfir norðausturkluta landsins; en þau má telja morkastan viðburð á íslandi árið 1875. En hjer er um tvennt ólíkt að rœða. pá (1874) voru J>að hroyfingar þjóðarinnar, er sættu mestum tíðindum; en nú (1875) voru [>að byltingar og umbrot náttúrunn- ar. pá var glaumur og gleði á ferðum og allflcstir horfðu fram á kom- anditíð með beztu vonum; ennúvofði voði og skclfing yfir og margir kviðu komandi dögum. pá voru [>að mennirnir, er ljeku gleðileikum; nú var það náttúran sjálf, er fór i stórkostlegan risaleik. Svo ólíkir eru aðal- viðburðir þessara tveggja ára. En þótt hvorttveggja sje merkiiegur við- burður í sinni röð, þá er þess cigi að synja, að þjóðhátíðarhaldið og öll sú viðhöfn, er því var samfara, cins og hjaðnar og hverfur sem önnur mannvirki, þegar náttúran beitir sínu ógnaraíii, og lætur svo stórlcga tii sín taka. Eldgos eru, svo sem kunnugt er, engin ný eða óvenjuleg tíðindi á Islandi; en þó hafa þau verið nokkuð strjál á þessari öld. Eaunar hef- ur um nokkur undanfarin ár orðið vart við eldsumbrot í norður- og aust- . urhluta landsins. par til má telja jarðskjálftana í Húsavík og víðar nyrðra að áliðnum vetri 1872, og eldgosið í Vatnajökli í byrjun ársins 1873. Sá eldur virðist hafa verið afarmikill; enmoð því aðhann var svo mjög fjarri byggðum og gosið bar til um hávetur, þá varð hann cigi kannaður, enda gjörði hann lítið tjón, — og hversu mikill sem hann hefur verið, þá er fátt sögulcgt af honum að segja. Upp frá því cr þessi eldur hvarf seint í janúarmánuði 1873, og þar til or eldgosið hófst í janúarmánuði 1875, bar lítið á jarðeldum. í ýmsum sveitum þóttust menn reyndar stundum sjá eldmistur á lopti og öskufall á jörð, finna jökulfýlu og hoyra eldbresti; en eigi cr fullsannað, hvort allar slíkar sögur, er hafa borizt í munnmæl- um, eru áreiðanlegar. Kaunar er eigi ólíklegt, að jarðeldar kunni að hafa vcrið uppi við og við cinhvers staðar í óbyggðum, en það þykir mega telja víst, að engir stóreldar hafi uppi verið á þessu tveggja ára tímabili (jan. 1873 til jan. 1875). Nokkru fyrir jól 1874 fór að bera ájarðskjálftum víða norð- anlands og austan, en einkum vestan til í pingeyjarsýslu, og fóru þeir vaxandi eptir því scm nær lcið árslokum. Mest bar á jarðskjálftum þess- um til dala og fjalla, en hvergi urðu þeir jafnmegnir sem í Möðrudal á Fjöllum og þar í grennd. Jarðskjálftarnir voru óvíða mjög liarðir og eigi Frjettib erá íslandi. 1

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.