Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Page 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Page 7
BLDGOSIN. 7 vikurösku feyktist austur um haf, og hefur pví mikið lont í sjó. fað eru fádœmi, að aska haíi borizt jafnlangt sem pessi aska úr Dyngjufjöllum, og pað á svo stuttum tíma. Að kveldi hins ,sama dags, sem gosið hófst (29. marz), varð vart við öskufall viða i Norvegi, einkum á Sunnmœri, og um morguuinn eptir, er menn voru á fótum, var jörð pakin grárri móðu eða hjelu. Nokkur vikurkorn voru þegar send til Kristjaníu; rannsökuðu efnafrœðingar fiau visindalega, og fundu, að pau voru samkynja viltri úr Heklu. Yar það þegar einsætt, að askan mundi komin frá íslandi, enda mátti ]>að og ráða af veðurstöðunni. Nokkuð af öskunui barst austur á landamæri Norvegs og Svífijóðar. Ilefur mönnum roiknazt svo, að askan hafi farið i loptinu 10 mílur á hverri klukkustund. — Af afleiðingum ösku- falls þessa, og tjóni því, er það olli í hyggðum eystra, skal nokkuð sagt síðar. Moðan á gosi þessu stóð og lengi eptir það, kom enginn maður nærri gosgýgnum eða upptökum þessara fádœma. En longi um vorið og sumarið rauk I sífellu úr sama stað, og bjuggustmenn við, að þá og þeg- ar mundu aptur oinhver ósköp yfir dynja, en ekki varð af því. pað var fyrst um sumarið í júlímánuði, að mennkomu að upptökum gossins. pað voru þeir Watts hinn enski, jöklafari, og fjelagar hans. Sáu þeir engan annan eldgýg í Dyngjufjöllum, en eldgýginn í suðurhorni Öskju, þann cr Mývetningar fundu um veturinn. Hafði þar, sem líklegt var, nokkuð um- breytzt frá því er þeir voru á ferðinni. Watts lýsir upptökum þessa merkilega goss hjer um bil á þessa leið: „Aðalgýgurinn litur út eins og þríhyrnd dœld eða gjá, og sjást glöggt niðri á botni skálarinnar 3 raðir af sprungum og ójöfnum glufum, sem ganga út frá miðjunni á skálinni, ein til suðurs, önnur til landnorðurs, og cin i útnorður. Úr þeimraukog gaus enn (í júlí) bæði svæla, vatn og leðja, og fylgdi því ódœma dunur og dynkir. Norðurbarmur gjárinnar er hraunveggur, som myndar allbratta hlíð, nálægt 200 feta háa ofan eptir skálinni, en síðan smáminnkar hall- inn, unz að botninum kemur. Að austan og vestan er gjáin lukt fellum, og ná toppar hinna hæstu 1000 fet yfir Öskju sjálfa. pau eru eins og klippt eða skorin þeim mcgin sem inn snýr — svo eru þau brennd af gosunum — svört, þvergnípt og fjallhá. Úr þeim björgum hrynur sí og æ grjót og skriöur, svo ekki skiptir mínútum £ milli. Að eins í einum stað virtist mega komast niður eptir einni vikurskriðunni; en ofan á botn í skálinni verður ekki komizt, því að neðst tekur við hvöss brún eða flug allt um- hverfis botninn“. panníg var umhorfs í gini því, er gosið hafði úr sjer öskunni miklu. Nú er þar aptur til að taka, að eldur hófst að nýju á Mývatns- örœfum. pað var 4. dag aprílmánaðar um kveldið. Eldurinn hafði nú komið upp suður og austur af fjalli því, er Búrfell heitir, milli þess og Jökulsár. Annan dag eptir fóru nokkrir menn að skoða eldinn. Á leið- inni þangað heyrðu þeir dunur svo miklar og þungar, að þeim þótti lík- ast því sem margir stórfossar steyptust af fjallsbrún fram. pá er þeir

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.