Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Page 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Page 14
14 ELDGOSIN. að hreinsa túnin, og fyrir pá sök ætla menn, að jarðirnar verði miklu lengur að ná sjer aptur; en pó var mönnum pað vorkunnarmál, J>ví að eigi var fyrirsjáaniegt annað en að skemmdirnar yrðu miklu meiri enpær pó urðu að lokum. pað hefur mörgum þótt einna hörmulegast við áfall petta, að fyrir urðu þær sveitir, er sumar hverjar eru taldar hinar beztu á landinu, en á annan veg skoðað má jió fremur kalla það happ en ó- happ, úr því sem gjöra var, að þær urðu heldur fyrir pví en aðrar fátœk- ari sveitir, pvf margar ljclcgar og fátœkar sveitir hefðu engan veginn getað risið undir slíku áfalli og algjörlega hlotið að leggjast í auðn. En afleiðingamar hljóta einnig lijer að verða mjög hörmulegar, svo sem pegar hefur raun á orðið, og pó hyggja menn, að meiri vandræði og bjargræðis- leysi muni hjer af leiða á næstu árum en orðið hefur þetta hið fyrsta ár. Eitt gott vona menn þó að hjer af leiði, en það er það, að askan verði með tímanum að áburði, þvl að i henni sjeu nokkur gróðurefni; en jörð cr hjer sem annars staðar mjög þrotin af fijófgunarefnum og áburðar- þurfi. Að lyktum er hjer vert að geta þess, hvað gjört var af öðrum út i frá til þess að bœta nokkuð úr bágindum öskusveitanna. pess er áður getið, að búcndur í hinum öskulausu svcitum i grennd við öskusveitirnar brugðust vel við, að taka á móti fjenaði úr öskusveitunum, þá cr þar varð bjargarlaust um vorið, og auk þess liðsinntu þeir þcim á ýmsan hátt. En nú voru einnig samskot hafin. Jafnskjótt sem ótiðindin spurðust tilDan- mcrkur, tóku menn sig þar saman um að safna fjegjöfum. Konungur sjálfur gaf 1000 krónur, krónprinzinn 500 krónur, sömuleiðis böm kon- ungs og aðrir ættingjar sinn skerf. pá gáfu og íslenzkir kaupmcnn í líaup- mannahöfn og Islendingar þcir, er þar búa, og margir aðrir, sumir allríf- lega. Alls voru 10,000 krónur scndar frá Kaupmannahöfn til landshöfð- ingjans í Reykjavík mcð hinni þriðju póstskipsferð. í Norvegi voru einnig samskot gjörð, og safnaðist þar nálægt 11,000 krónur. Mest urðu samskotin í Englandi. Er svo sagt, að samskotin hafi þar orðið rúmar 40,000 krónur. Sem viðvar aðbúast vorueinnig gjörðsamskot á íslandi sjálfu. 1 Reykjavík myndaðist nefnd manna i því skini (riddari Jón Sig- urðsson, ritari Jón Jónsson, ritstjórarnir Björn Jónsson og Matthias Joch- umsson og alþingismaður Tryggvi Gunnarsson). Nefnd þessi sendi áskor- anir og boðsbijef víða um sveitir, og jafnframt skrifaði byskup próföstum til presta, en amtmenn sýslumönnum til hreppsnefnda, að hvetja til sam- skota handa öskusveitunum. Var þessu víða eða alls staðar vel tekið, og flöldi manna lagði nokkurn skerf fram f þessu skini; safnaðist á þenna hátt allmikið Qe, en eigi er enn fullkunnug upphæð samskota þessara. Eigi er heldur enn kunnugt nerna að nokkru leyti, hvernig samskotafjenu var ráðstafað. pær 10,000 krónur, sem fyr eru nefndar, að komið hafifrá Danmörku, scndi landshöfðingi til sýslumannanna í Múlasýslum, 5000 kr. í hvora sýslu, og þótti það skipt nærri lagi, eptir því tjóni sem kversýsl- an hafði beðið. Var þessum gjafapeningum skipt raanna í milli i Norður-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.