Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Qupperneq 25

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Qupperneq 25
LANDSTJCBN. 25 landsjóði 1500 kr., en þeir sem sitja eiga í Reykjavík, Stykkiskólmi, ísa- flrði, Akureyri og Eskifirði 1900 kr. Allir læknar fá 4 kr. í dagpeninga á ferðum sínum, en sá sem vitjarþeirra, skal annaðlivort leggja þeim til reiðhesta, eða báta, ef á sjó er farið, eða endurgjalda þeim kostnaðinn. Hjá hverjum, er leitar ráða hjá þeim heima, án þcss að sœkja þá, fá þeir 25 aura. Enn frem- ur er í lögum þessum ákveðin borgun fyrir nokkur aukaverk lækna. Lög þessi staðfesti konungur 15.okt., ogskyldu þau öðlast gildi um nýár 1876. 4. Útflutningamálið var sprottið af því, að stjóminni þótti ástœða til, að hafa tilsjón með útflutningum manna af landi burt í aðrar heimsálfur, lfkt og tíðkast í öðrum löndum norðurálfunnar, þar scm út- flutningar eru að mun; átti tilsjón þessi einkum að koma í veg fyrir svik og pretti, sem hætt væri við, að þeir yrðu fyrir, er úr landí flyttust. Frum- varp það, er stjórnin nú lagði fyrir þingið um þetta mál, miðaði í þessa átt. Nefnd þeirri, er þingið setti í málið, þótti frumvarp stjórnarinnar eigi sem frjálslegast, og bjó því til nýtt frumvarp, erhenni þótti frjálslegra, en þingið hallaðist heldur að frumvarpi stjórnarinnar en frumvarpi nefnd- arinnar, og bjó til lög um þetta efni, er að miklu leyti voru samhljóða stjórnarfrumvarpinu. Aðalatriðin í lögum þessum eru: Enginn má koma fram sem út- flutningsstjóri, nema hann hafi fengið sjerstaklegt leyfi til þess, en slíkt leyfi veitir landshöfðingi, ef flutningurinn af landi burt í aðrar heimsálfur á að vera beina leið, en annars lögreglustjórinn á þeim stað, þar sem út- fari býr. Landshöfðingi og lögreglustjórar getakrafizt af útflutningsstjór- um allra nauðsynlcgra skýrslna viðkomandi útflutningi þeirra, sett þeim skiiyrði og heimtað veð til tryggingar. Öll skip, er útfara flytja til Norð- urálfu (nema póstgufuskipið) standa undir umsjón lögreglustjórnarinnar, er annast um, að farið sje i öllu eptir fyrirmælum Iaga þessara; en í lög- unum eru meðal annars ýmsar ákvarðanir um útbúnað skipanna. Útflutn- ingastjóri einn, eða hans löglegur umboðsmaður, má gjöra samning við útfara, en hann er líka skyldur að gjöra það. pessi samningur skal vera skriflegur, og skal í honum skýrt frá stað þeim, er fara skal frá, og stað þeim, er fara skal til, sömuleiðis frá flutningskaupi, tölu útfara, nafni, aldri, heimili og stjett hvers þeirra; enn fremur skal skýrt frá leiðinni, fargögnum, burtferðartímanum, flutningnum sjálfum og ferðakosti, eins og ætlazt er til að það verði, þá og frá því, hver sje skipsútgjörðarmaður, hvað skipið heitir, hvort það sje seglskip eða gufuskip o. fl. Lög þessi staðfesti konungur 14. jan. 1876. 5. Skipstrandamálið kom fyrir á alþingi 1873, og hafði stjómin þá borið fram frumvarp um það, en þingið hratt þá því frum- varpi, eins og mörgum öðrum stjórnarfrumvörpum það ár. En með því að engin lög hafa verið til á íslandi um þetta efni, og skipströnd bera þar þó allopt að, þótti stjórninni full ástœða til, að hefja nú aptur máls á þessu, og lagði því aptur nýtt frumvarp fyrir þetta þing, og var það frum- varp að efninu líkt hinu fyrra. pingið tók nú betur undir málið, en

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.