Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Síða 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Síða 28
28 LANDSTJÓRN. pess, að hann hefði lagzt við akkeri, o. fl. ]>ingið samdi lög um petta, er bœttu úr vandkvæðum peim, cr undan var kvartað, einkum með því, að tilkynna mætti hreppstjóra skipskomuna í stað lögreglustjóra, ef hann byggi fjarri. Lög þessi skyldu koma í staðinn fyrir 3. gr. tilskipunar 12. fobr. 1872, og voru þau staðfest 17. des. 10. B r u n a m ú 1 í Keykjavík varð engin umrœða um á þingi og var frumvarp stjórnarinnar, er áður hafði verið borið undir bœjarstjórn Reykja- víkur, samþykkt sem lög, og staðfesti konungur þau 15. okt. Lög þessi eru nákvæmar varúðarreglur gegn eldsvoða í bœnum, og fyrirmæli um þar að lútandi skyldu bœjarbúa; voru þau stabfest 15. okt. 11. Úttektamálið var eitt af hinnm minni háttar málum, er stjórn- in nú lagði fyrir þingið. í lögum þeim, er þingið samdi þar um, var svo ákveðið, að þegar úttektir þær á brauðum, sem gctið er um í tilskipun um ráðstafanir til viðurhalds á eignum kirkna og presta á íslandi og því sem þeim fylgir, 24. júlí 1789, fara fram, þá skuli það vera undir prófast- inum komið, hvort og að hverju leyti gjörðin skuli ná til ljensjarðanna og kirkjujarðanna, en þó skuli presturinn, sem við tekur, hafa rjett áaðheimta úttekt. Yið úttektir skulu prófastar fá 3kr. um daginn í fœðispeninga, en skoðunarmenn 2kr. þessi lög voru staðfest 17. des. Hjer hafa verið talin þau mál, er lögð voru fyrir þingið af stjórn- inni, og sem fullrœdd urðu á þinginu og afgreidd sem lög, en nú skal einnig skýrt frá þeim málum, er þingmenn báru upp, og sem framgang fengu. Hið mesta áhugamál af öllum þeim málum var 12. Fjárkláðamálið. Úr mörgum hjeruðum Jandsins, sýktum, grunuð- um og heilbrigðum, komu til þingsins bœnarskrár og ávörp um þetta mál. Fóru margar af bœnarskrám þessum fram á, að þingið gjörði nú gangskör að því, að sýki þessari yrði nú gjörsamlega útrýmt, með algjörðum niður- skurði ú öllu hinu sjúka og grunaða fje þegar þá um haustið, og jafn- framt fóru einnig nokkrar þeirra fram á, að rannsókn yrði hafin á aö- gjörðum yíirvaldanna í þessu máli að undanförnu. Málið var fyrst rœtt í neðri deild alþingis, og var þar sett 7 manna nefnd í málið, til að safna skýrslum um, hvernig hinum gildandi lögum um fjárkláða hefði verið frant- fylgt, og til að endurskoða lög þessi, og stinga upp á breytingum á þeim, ef þurfa þœtti. Nefiid þessi samdi frumvarp til laga um útrýraingu kláð- ans. í frumvarpi því var svo ráð fyrir gjört, að á svæði því, sem verður fyrir sunnan línu þá, er dregin er úr Hafnarfirbi austur í Ölfusá fyrir norðan Hjallahverfi, og eins í Reykjavíkurumdœmi skyldilóga öllu fje fyr- ir árslok 1875; 2h af mismuninum á gangverði fjárins og frálagsverði þess skyldu bœtast eigöndum af öllum landsmönnum. í öðrum sveitum milli Hvítánna skyldi drepin hver kind, er kláðavart yrði í, er hálfur mánuður væri af vetri, en síðan til ársloka skyldi lóga öllum þeim fjárflokki, er kláðakind fyndist í, og bœtt fyrir á sama hátt. Eptir þab skyldi rjett- dræpt bótalaust allt það fje, er kláðakind fyndist í. Enn fremur var á- kveöið, að sóttnæmi skyldi rýmt úr húsum, fjárflutningar bannaðir úr

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.