Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Qupperneq 29

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Qupperneq 29
LANDSTJÓEN. 29 heilbrigííam hjerubum til veturnótta 1876, skoðanir og babanir gjörðar á jm' fje, er á væri sett í hinum grunuðu sveitum o. s. frv. Og að lyktum fór frumvarpið fram á það, að framkvæmdarvaldið í fjárkláðamálinu, er eptir hinum eldri kláðalögum heyrði undir sýslumann og amtmann, yrði fengið í hendur þriggja manna, er konungur skipaði. Lög pessi var ætlazt til að fengju gildi um haustið. pegar frumvarpið kom til umrœðu í neðri pingdeildinni, komu jxígar fram mjög misjafnar skoðanir manna, og varð um málið allsnörp deila. Landshöfðingi kvað pað athugavert, pegar slík frumvörp væru samin, hvort valdstjórnin gæti fallizt á pau og framfylgt Jieim sem lögum, cn pað mnndi eigi verða um petta frumvarp; í annan stað mundi frumvarpið, ef f>að yrði að lögum, leiða til svo mikils niðurskurðar, að af Jiví hlyti að leiða sá kostnaður, sem eígi væri fram úr kljúfandi, með pví að fjártalan væri eptir skýrslum 37000 á svæðinu milli Hvítánna, en J>á tölu mundi mega tvöfalda eða prefalda; yrðu [>vi skaðabœturnar svo miklar, að landið eigi gæti borið [>ær Enn fremur kvað hann dráp fjárins geta komið í bága við stjórnarskrána, [>ar sem hún friðheigar eignarrjettinn. Jietta mál studdu sumir pingmenn, einkum forseti. En framsögumaður nefndarinnar (Bencdikt Svoinsson) varði aðgjörðir nefndarinnar röggsamloga, og bcnti til [>css, er 20 ára reynsla hefði sýnt, að lækningar væru eigi einhlítar, en niðurskurður hefði vel gefizt. Eptir nokkrar umrœður varð sú niðurstað- an fyrst um sinn, að nefndin hjet að reyna að koma sjer saman við lands- höíðingja um málið. En petta samkomulag náðist ekki nema að nokkru leyti; landshöfðingi fjellst á pá tillögu nefndarinnar, að setja 3 manna framkvæmdarstjórn í kláðamálinu, en að öðru leyti gat hann ekki fallizt á aðalstefnu frumvarpsins, er fór fram á niðurskurð, og bœtur af almenn- ingsfje. Nú ljet nokkur hluti nefndarinnar undan síga, en aðrir stóðu pjettir fyrir og vildu eigi til slaka. Iilofnaði nú nofndin, og tók J>á að vandast málið. pannig gekk málið til annarar umrœðu. Eptir ýmsavafn- inga tók neðri deildin }>að til bragðs, að rita konungi, og biðja hann að skipa 3 manna framkvæmdarstjórn í málinu, en [>að ráð fórst fyrir, pví að [>á er til atkvæða átti að ganga, gengu noklcrir pingmenn af fundi, svo að eigivarð þingfœrt; eigi varð petta atriði málsins aptur upptekið, þvi að póstskipið, er flytja átti konungi ósk þingsins, var þá á förum. Deildin gjörði þá svo miklar breytingar við frumvarpið, að það mátti kafla nýtt frumvarp til kláðalaga; fór það fram á allt annað en hið fyrra. I þessu frumvarpi var horfið frá niðurskurði á tilteknu svæði, en svo til ætlazt, að í hverri þeirri sveit, sem fjárkláðans yrði vart að haustlagi, skyldi öllu fje lógað, svo sjúku sem heilbrigðu, ef ekki væri fyrir það nœgilegt hús- rúm og heyfóður að minnsta kosti í 3 mánuði. pœtti yfirvöldunum á- stœða til að lóga meiru, skyldi fjáreigöndum það endurgoldið. Ef skaða- bœtur þær, er þannig kœmu fram, yrðu eigi meiri en 2000 kr. á ári fyrir hverja sýslu, skyldi greiða lielming þeirra úr sýslusjóði, en helming úr amtssjóði, en yrðu þær meiri en 2000 kr., þá skyldi grciða það, sem fram

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.