Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Síða 32

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Síða 32
32 LANDSTJCRN. taka allt a8 helmingi af vegabótagjaldi pess hrepps til vegabóta í öSrum hreppum, þar sem mikið er að gjöra aö vegabótum, enda sje |>ar ekki sýsluvegur. Lög þossi staðfesti konungur 15. okt. 16. Póstmálið var fólgið í [iví, að gjöra breytingu á póstmáiatil- skipuninni 26. febr. 1872; eu breytingin var helzt breyting á burðareyri. Burðareyririnn hafði áður verið talinn til skildinga, en sakir hinna nýju peninga [mrfti nú að breyta honum í aura. pingið samdi nú lög hjer að lútandi, er konungur staðfesti 15. okt. í lögum fiessum var póstgjald Jictta hækkað, til þoss að aurar skyldu standa á tugum. pannig á að borga undir einfalt brjcf 10 aura í stað 4 sk., undir tvöfalt brjef 20 aura i stað 8 sk. o. s. frv. 17. Alþingistollsmálið á þessu þingi var sprottið af því, að 14 þingmenn báru fram þá tillögu, að afnema toll þenna sem sjerstakt gjald. Landshöfðingja og nokkrum þingmönnum þótti þetta mál of snemma upp borið, og álitu, að þab ætti að bíða þess, að skattamálið kœmist í kring; en fleiri þingmenn urðu á því, að afnema hann nú þegar, með því að bezt væri, að svo óeðlilegu og óhagfelldu gjaldi afljetti sem fyrst, enda þyrfti hann að takast af, áður .en ný skattalöggjöf kœmist á, svo að hann yrði eigi tekinn með i grundvöllinn undir hinum nýja skatti. ping- ið samdi því lög um að afnema alþingistollinn sem sjerstakt gjald til landssjóðs, og að allan kostnað við alþingi skyldi eptirieiðis greiöa úr landssjóði. Lög þessi staðfesti konungur 11. febr. 1876. 18. Brennivínstollsmálið var eitt af þeim málum, er voru fyrir alþingi 1872, og hafði síðan verib gefin út tilskipun þar að lútandi, 26. febr. 1872. í tilskipun þessari hafði tollurinn verið ákveðinn 8 ak. á hvern pott brennivins, er eigi væri flutt á flöskum, og þá miðað við, að brennivínið væri 8 stiga sterkt. Nú var sú raun á orðin síðan, að kaup- menn höfðu hætt að flytja til landsins 8 stiga brennivín, en þar á mót flutt 16 stiga vínanda, og úr hverjum potti hans gjört að minnsta kosti 2 potta brennivíns. Tollurinn hafði þannig orðið helmingi minni, en til var ætlazt með tilskipuninni, eins og þingið 1871 hafði sjeð fram á; en tillögur þess um það höfðu þó eigi verið teknar til greina. Nú komu á þessu þingi fram nokkrar tillögur um breytingu á tolli þessum, til að koma betri lögun á. pingið fjellst að mestu á tillögur þessar, og samdi lög, er koma skyldu í staðinn fyrir 1. grein tilskipunar um brennivínsgjald o. fl., 26. febr. 1872. Lög þessi ná eigi að eins til brennivíns, heldur til allra áfengra drykkja. pannig ákveða þau, að af alls konar öli, sem til landsins sje flutt, skuli greiðast 5 aurar fyrir hvem pott; af hverjum potti af brenni- víni með 8 stiga styrkleika eða minna 20 aurar, með 8—12 stiga styrk- leika 30 aurar, með yfir 12 stiga styrkleika 40 aurar; af hverjum potti af rauðavíni og messuvíni 15 aurar; af öðrum vínföngum í stœrri ílátum 30 aurar. Gjaldið rennur í landssjóð. A tollskrám og vöruskrám skipanna skal tilgreindur styrkleiki vinfanganna. Ef vínföng spillast eða fara niður

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.