Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Side 37

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Side 37
LANDSTJÓKN. 37 um, rcktor Jón porkelsson, doktor Grímur Thomsen á Bessastöðum og barnaskólakonnari Helgi Helgasen. pá um leiö var 3 manna nefnd sett til að semja ný skattalög fyrir landið, og hugleiða ýms önnur atribi, er standa í sambandi við }>au, og stinga upp á breytingum par a3 lútandi. í þessa nefnd voru skipaðir yfirdómari Magnús Stephensen, yfirkennari Halldór Friðriksson og alþing- ismaður Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Að pví er snerti gufuskipsferðirnar kringum landið, og vita- bygginguna á Reykjanesi, }>á tók stjómin einnig vel í þau mál, og ráð- horra landsins tók pegar að semja um pau við innanríkisstjórnina og flotastjórn ríkisins. Á póstferðunum var gjörð nokkur breyting, bæði sjóferðum og landferðum. Póstskipinu, er gengur milli íslands og Danmerkur, er ætlað að hætta að koma við á Berufirði, en leggja í pess stað inn á Seyðisfjörð í 3 miðferðunum, ef veður og sjór leyfa. Auk pess var ákveðið, að pað á sömu ferðum skyldi fara aukaferð til Stykkishólms fram og aptur. Breytingamar á póstgöngunum á landi eru minni háttar. Hin helzta breyting par að lútandi er sú, að vesturlandspósturinn skal fara boina leið milli Beykjavíkur og ísafjarðar, en koma eigi við í Stykkishólmi, heldur skal aukapóstur ganga pangað. B.áðgjört var og að stofna nýja póstferð um landið á miðjum vetri, einkum til pess að flytja bijef og minni sendingar. }>á voru gjörðar nokkrar breytingar ápóstafgreiðslustöð- um og brjefhirðingarstöðum. Peningabreytingin hefur smátt og smátt verið að komast í kring. Með auglýsingu fjármálaráðherra ríkisins 24. febr. voru birt lög um bann gegn pví, að hafa Siesvík-holsteinska spesíumynt sem gjaldgenga peninga frá 1. jan. 1875, en með tilliti til íslands var leyft að taka við pessum peningum í jarðabókarsjóð landsins allt til 1. ágúst sama ár. Með tilskipun 24. marz voru einnig innkallaðir allir smápeningar úr silfri, eiri og kopar, sem hingað til hafa gjaldgengir verið, allt frá hálfskildingum til tveggja marka peninga. Tilskipunin ákvað, að peireigi skyldu veragjald- gengir frá 1. nóv. 1875, en leyft var, að peir mættu á íslandi vera gjald- gengir, pangað til 6 mánuðir voru liðnir frá pví, að tilskipunin hefði verið par reglulega birt. Sökum pess hve ógreiðar samgöngur eru á Islandi, varð pó að lengja frestinn. Af hinum gömlu peningum kom allmikið upp í landinu, og pað svo, að furðu pótti gegna, pegar litið er til peningaeklu peirrar, sem opt hefur verið kvartað yfir undanfarin ár. Af hinum ný- slegnu peningum komu aptur talsverðar birgðir til landsins. Sparisjóðir landsmanna hafa drjúgum aukizt. Sparisjóðurinn í Beykjavík hækkaði vexti af innstœöu samlagsmanna úr 3'/i af hundraði í 3s/25 af hundraði frá 11. júní að reikna. Afopinberum gjöldum var alpingistollurinn ákveð- inn 3 aurar af hverju krónuviröi í jarðarafgjöldum, en j a f n a ð a r s j ó ð s- gj aldið af hverju gjaldskyldu kundraði 40 aurar í suðuramtinu, 25 aur-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.