Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Page 49

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Page 49
ÁTVINNUVEGIR. 49 H e i 18 u f a r almennings var yfir höfuS að tala með bozta móti allt árið. Barnaveiki stakk sjer Jió víða niður að vanda, einkum á norðurlandi og Vestfjörðum, og varð sums staðar allskœð. Taugaveiki og bólgusóttar varð og sums staðar vart, mest á Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Hin almenna kvefsótt var víðast hvar í vægasta lagi. S1 y s f a r i r nrðu litlar á landi. Svo er sagt, að að eins 1 eða 2 menn hafi orðið úti í illviðrum ailan veturinn, og eru það fádœmi, að eigi verði meira af pess konar slysförum. par á mót er sagt, að nær 60 manns hafi drukknað í sjó, og urðu Jjó fáir stórir skipskaðar. Á Vesturheimsferðum hefur verið nokkuð hlje árið sem leið, og hefur þó ekki vantab ýmsar tilraunir af hálfu Vesturheimsmanna og umboðsmanna peirra hjer á landi, til að fá íslendinga til þeirra ferða, og nóg hafa þeim boðizt hjeruðin þar vestur til að setjast að í. Frá því er sagt í fyrra árs frjettum, að Jón Ólafsson og 2 aðrir íslendingar í Bandaríkjunum fóru til Alaska á útnorðurskaga Vesturheims til að kanna þar landið og finna hentugan bústað handa íslendingum. peim leizt allvel á landkosti þar, en þó langbezt á eyju einni þar vestur af; sú ey heitir Kadiak. Voru þar að sögn þeirra alls konar landkostir, sem bezt mátti verða, og fiskisælt svo að undrum gegndi. Jón Ólafsson fór þegar um haustið aptur til Bandaríkja, en þeir fjelagar hans urðu eptir á Kadiak til vetursetu. Jón gaf út ritling á íslenzku um Alaskaför þessa, og lofaði þar mjög landið. Með þenna ritling fór hann til íslands um vorið, og út- býtti honum þar gefins, svo að sem flestir gætu kynnt sjerhið fyrirheitna landið. í ritinu fýsti hann mjög til Alaskaferða, en að öðru leyti lagði hann sig lítið fram um að fá fólk til að fara, enda varb enginn til að reyna það. Lakari sögur fóru og bráðum að koma þaðan að vestan; þeir fjelagar Jóns komu aptnr frá Alaska til Bandaríkja umsumarið; ljetuþeir lítt yfir vetursetu sinni, og höföu þeir reynt hinn harðasta vetur. Stjóm Bandaríkjanna hvarf og frá aö styrkja nokkuð til Alaskaferða. Stjómin í Canada ljet þar á mót eigi af að bjóða íslendingum bólfcstu í löndum sín- um, og sendi til íslands erindsreka í því skini. Ferðubust þeir víða um land, einkum nyrðra, hjeldu fundi með mönnum og hvöttu til vesturfara, en lítiö varð þeim ágengt, og fáir fóru vestur að tilvísun þeirra. Yfir- völdin komu og sums staðar með tálmanir, einkum í pingeyjarsýslu. Hinn setti sýslumaður, Benidikt yfirdómari Sveinsson, kom á einn vesturfara- fund og heimtaði eptir fyrirlagi amtmanns af erindsrcka Kanadastjórnar, að hann sýndi sjer samninga þá, er hann gjörði við vesturfara, og seldi sjer í hendur veð fyrir þvt, að samningarnir væru haldnir, ella lagði hann þvert hann fyrir slíka fundi. Við það ljetti vesturfarafýsn um sinn um þær stöðvar. Canadastjórn hjelt þó áfram að bjóða til vesturfara, og sendi enn að nýju erindsreka sína til íslands. Hún hafði látiö afmarka lands- hluta einn í Kanada, er hún nefndi Nýja' ísland; Ijet hún nú prenta lýs- ingu á því á íslenzku, og útbýta ritinu meðal íslendinga; sem vita mátti, var Iandinu lýst hið bezta. Nú fór aptur að koma hreyfing á nyrðra, og Fbjettib fbá íslandi. 4

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.