Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 56

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 56
56 MENNTl’N. liana til umsjár og varðveizlu optirleiðis. Moðan hann mælti, var hjúp- urinn dreginn af myndinni, og laust inannfjöldinn f»á upp fagnaðarópi. Eptir pað stje landfógeti Arni Thorsteinson í stólinn, og þakkaði i nafni lands og bœjar fyrir hina fögru gjöf. Að lyktum var œpt heillaópum fyrir geföndunum og konungi. Síðar um daginn voru haldin ýms samsæti með drykkjum og dansi, skálum og minnum, og allri þoirri skemmtun og viðhöfn, er föng voru á. þar voru haldnar tölur snjallar og sungin fögur kvæði, er skáldin höfðu ort í minningu þessa tœkifœris, og margt var þar fleira til gleði. — Líkneskja Thorvaldsens stendur nú á miðjum Austur- velli og snýr til suðurs. Fótstallurinn undir henni er úr skyggðum gran- ítsteini. Sunnan á stallinn eru letruð þessi orð: „Bertel Thorvaldsen, fæddur 19. dag nóvemberm. 1770, dáinn 24. dag marzm. 1844, mestur listamaður norðurlanda, að faðerni kominn af gömlum íslenzkum ættum“. Á norðanverðan stallinn er þetta letrað: „þessa mynd, sem er steypt eptir frumsmíði Thorvaldsens sjálfs, gaf Kaupannahöfn, fœðingarstaður Thorvaldsens og erfingi, íslandi á þúsundárahátíð þess 1874“. Myndin sjálf er nokkuð meir en í fullri mannstœrð; hún er steypt úr eirmálmi, og er gyllt að sjá. Myndsmiðurinn Thorvaldsen stendur þar berhöfðað- ur og ber niður á brjóst, klæddur verkkyrtli sínum og belti gyrtur; í hœgri hendi heldur hann á smíðahamri sínum, en i vinstrihendi á meitli; hinni vinstri hendi styður hann á lítið kvenlíkneski; það á að tákna vonina. — Enga gjöf gátu Danir betur valið íslandi til handa í minn- ingu þjóðhátíðarinnar, en þessa mynd Thorvaldsens, er var sonur beggja landa og jafnframt frægastur maður af báðum þjóðum. þessi gjöf getur því í vissum skilningi tengt saman tvær brœðraþjóðir, og er fagur og einkennilegur vottur þess, að hversu ólíkar sem skoðanir kunna að vera í stjórnarmálum og öðru slíku, þá er þó íþróttin eins fyrir alla. M an n a 1 á t. Meðal merkismanna þeirra, er Ijetust næstliðið ár, voru einkum 3 þjóðkunnir. Einn þeirra var Jón Guðmundsson, (f. *5/u 1807), mála- flutningsmaður við landsyfirdóminn og verzlunarfjelagsstjóri. Hann hafði lengi verið ritstjóri þjóðólfs, og barizt i blaði sínu með miklu kappi og dugnaði fyrir stjómfrelsi íslands og öðru því, er þjóðlegt var. Blað það, er hann stýrði, hefur Icngur staðið en nokkurt annað blað á íslandi, og var um tíma í miklu áliti. Jón var jafnframt lengi alþingismaður, og barðist hann eigi síður á þingum fyrir sjálfsforræði þjóðar sinnar, enda var vegur hans um þær mundir svo mikill, að hann optar en einu sinni var kjörinn forseti alþingis. Nú var hann enn að nýju kosinn alþingis- maður (fyrir Vestmannaeyjar), en eigi auðnaðist honum að sitja á lög- gjafarþingi, því að hann dó 31. maí, eður mánuði áður en þingið kom saman. Annar var Jörgen Pjetur Havstein, (f. ,s/> 1812), fyrrum amtmaður yfir norður- og austuramtinu. Hann var einhver atkvæðamest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.