Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 7
7 glögg, og hér held eg fremr, að Granastaðir hafi verið; enn þetta skiftir nú litlu. þ>egar Skallagrímr elti Brák frá knattleiknum í Sandvík, hefir hún hlaupið út alt Digranes, sem er all-langr vegr; yzt á nesinu eru klettahæðir; eru standberg að vestan, enn berg- hellunum hallar suðr af; yzti tanginn smálækkar, og þar hefir Brák hlaupið fram af berginu. Fyrir utan nesið liggr ey, sem heitir Brákarey, og er örmjótt sund á milli, líkt og breið á; má vera, að Brák hafi ætlað að synda út í eyna. |>etta sund er enn í dag kallað Brákarsund; suðr úr því er Brákarpollr; sundið fjar- ar, enn skipin liggja á pollinum, og má ganga í kring um þau og pollinn um fjöruna. þ*að var hér, sern Egill hjó festarnar á skipi fórólfs bróður sins; því hann hafði búið skip sitt í Brákarsundi, bls. 79. Litla-Brákarey heitir hér líka, og Brákarsker; margt er hér kent við Brák. Vestan fram í nesinu gengr inn litil vík; þar stendr verzlunarstaðrinn. Yfir framanvert Digranes gengr lægð mikil gegn um þvert nesið; hún er kölluð Skallagrímsdalr; fyrir ofan og framan eru klettahæðir; dalrinn hefir verið grasi vaxinn áðr og sléttar grundir; nú er þar orðinn upp blásinn svartr sandr, enn sumstaðar standa jarðtorfurnar eftir, sem sýna þetta; hér hefir verið mjög fallegt. í miðjum Skallgrímsdal hefir staðið haugr Skallagríms og þeirra feðga; um ásigkomulag hans get eg ekki sagt mikið, því nú er haugrinn löngu upp grafinn, og liggr grjótið úr honum hingað og þangað þar 1 kring, og haugstœðið orðið sandorpið. Andrés Fjeld- steð, óðalsbóndi á Hvítárvöllum, gróf upp hauginn 1866, og stendr stutt lýsing eftir hann um það í Skýrslu forngripasafns Íslands, II. bls. 45—46, sem eg skal hér tilfœra orðrétt: „Haugr Skallagríms stendr í neðanverðu Borgarnesi (Digranesi, sjá Egils s. bls. 140). Dœld ein liggr þvert um fyrrgreint nes, hér um bil 30-40 faðmar á breidd, öll með fínum, dökkum sandi, og er hvergi í henni neinn stein að finna; beggja megin við téða dœld eru hæðir, sem eins liggja þvert um nesið; í þeim báðum er gijót mikið, og er það stuðlaberg og blágrýti, (einnig er þar víða járngrjót). í áðr umgetinni lægð (dœld) stendr haugr Skallagríms, sem mestmegnis hefir gjörðr verið úr grjóti og sandi eðr mold, (enn varla munu hafa verið viðir í þessum haugi); hann er nær kringl- óttr, enn lítið eitt lengri til suðrs og norðrs; í þær áttir er hann hér um bil 8—8^/4 al. Efst á haugnum hefir verið lagðr steinn (hellumyndaðr) hér um bil tvær ál. á lengd, 14—16" á þykkt (við hvern samtíðamenn að sögn hafa hætt grefti); þar undir var kringlótt hleðsla, sem flestir steinar lágu út og inn í, og flestir svo stórir, að varla má ímynda sér, að þeir hafi verið fœrðir án verkfœra, svo sem sleða eða annara þvílíkra áhalda; neðst i haugn- um var stór hella, sem auðsjáanlega hefir verið lögð yfir þann eða

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.