Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 20
20 Hvítá; af þessu er nafnið J>verá komið, því einmitt á þessum stað rennr hún þvert, þegar miðað er við Hvítá; annars er aðalstefna árinnar i heild sinni í vestr útsuðr, að fráteknum smákrókum, og hún rennr niðr héraðið, enn alls eigi þvert nema á þessum stað. petta sýnir enn, að hér fer söguritarinn einungis eftir því sem þetta varð fyrir þeim Skallagrími, eða eins og þeir sögðu frá; væri þetta ekki búið til fyrr enn síðar, myndu menn trauðlega hafa komizt þannig að orði, þegar menn vóru búnir að þekkja alla aðal- stefnu beggja ánna ofan frá Qöllum; þeir Skallagrímr þektu einungis árnar niðr frá, þegar hér var komið sögunni, og eftir því er þessi lýsing alveg rétt, sem fyrr segir. Eftir þetta fór eg um kveldið aftr ofan í Borgarnes, ogvará verzlunarstaðnum um nóttina. Sunnudaginn., 21. sept., gjörði eg dagbók mína allan fyrra hluta dags, fór síðan á stað og inn að Kárastöðum. Grímólfr hét einn skipverji Skallagríms, bls. 57: „Grímólfr bygði fyrst á Grímólfsstöðum. Við hann er kend Grímólfsflt ok Grímólfslœkr. Grímr hét son hans“. f essi bœr er nú fyrir löngu í eyði, og jafnvel nafnið týnt, enn nær mitt á milli Hamars og Kárastaða hefir bœrinn Grímólfsstaðir líklega verið, á lágum hól; þar sést fyrir rústum, enn engin húsalögun; svo er það orðið fornlegt; þetta er nær rétt við sjóinn, og fitin fyrir neðan mun vera Grímólfsfit; Grímólfskelda heitir fyrir ofan, og er það víst sama og Grímólfslœkr; Grímshóll heitir að vestanverðu við rúst- irnar. Einarsnes er inn með firðinum, beint fram undan Hamri; það er nokkuð stórt nes; þar rak líkBöðvars, sonar Egils, bls. 195. Á Hamri bjó Ari Súrsson eftir að hann kom til íslands, og fyrri saga Gísla Súrssonar segir bls. 74, að Ari hafi búið víðar á Mýrum. í síðari sögunni segir bls. 160: „at Hamri í Borgarfirði út frá Borg“, enn það á að vera „innu frá Borg. J>ví þetta er miklu innar með firðinum; það er víst einungis lítilfjörleg ritvilla í handritinu. Síðan fór eg inn að Krumskeldu og athugaði hana og 2 merkir menn með mér1. Á milli Krumshóla og Beigalda er Krumskelda; vegrinn liggr yfir hana, og er þar gerð grjótbrú; þetta er mýrarkelda mikil um sig. Lítinn kipp suðr frá brúnni eða neðar er pyttr einn, sem kallaðr er Skallagrímspyttr; hann er ekki kringlóttr, heldr með vikum út í; pyttrinn er um 12—13 fet að meðaltali í þvermál; dýptina könnuðum við með löngu skafti, og er hún þar sem dýpst er rúm 6 fet; nú var pyttrinn fullr af vatni upp á barma, enn í þurkatíð þornar hann mjög, svo að þá verðr 1) þeÍL’ fóru með mér, Sigui'ðr hreppstjóri á Kárastöðum, og Gunnar bóndi á Hamri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.