Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 20
20 Hvítá; af þessu er nafnið J>verá komið, því einmitt á þessum stað rennr hún þvert, þegar miðað er við Hvítá; annars er aðalstefna árinnar i heild sinni í vestr útsuðr, að fráteknum smákrókum, og hún rennr niðr héraðið, enn alls eigi þvert nema á þessum stað. petta sýnir enn, að hér fer söguritarinn einungis eftir því sem þetta varð fyrir þeim Skallagrími, eða eins og þeir sögðu frá; væri þetta ekki búið til fyrr enn síðar, myndu menn trauðlega hafa komizt þannig að orði, þegar menn vóru búnir að þekkja alla aðal- stefnu beggja ánna ofan frá Qöllum; þeir Skallagrímr þektu einungis árnar niðr frá, þegar hér var komið sögunni, og eftir því er þessi lýsing alveg rétt, sem fyrr segir. Eftir þetta fór eg um kveldið aftr ofan í Borgarnes, ogvará verzlunarstaðnum um nóttina. Sunnudaginn., 21. sept., gjörði eg dagbók mína allan fyrra hluta dags, fór síðan á stað og inn að Kárastöðum. Grímólfr hét einn skipverji Skallagríms, bls. 57: „Grímólfr bygði fyrst á Grímólfsstöðum. Við hann er kend Grímólfsflt ok Grímólfslœkr. Grímr hét son hans“. f essi bœr er nú fyrir löngu í eyði, og jafnvel nafnið týnt, enn nær mitt á milli Hamars og Kárastaða hefir bœrinn Grímólfsstaðir líklega verið, á lágum hól; þar sést fyrir rústum, enn engin húsalögun; svo er það orðið fornlegt; þetta er nær rétt við sjóinn, og fitin fyrir neðan mun vera Grímólfsfit; Grímólfskelda heitir fyrir ofan, og er það víst sama og Grímólfslœkr; Grímshóll heitir að vestanverðu við rúst- irnar. Einarsnes er inn með firðinum, beint fram undan Hamri; það er nokkuð stórt nes; þar rak líkBöðvars, sonar Egils, bls. 195. Á Hamri bjó Ari Súrsson eftir að hann kom til íslands, og fyrri saga Gísla Súrssonar segir bls. 74, að Ari hafi búið víðar á Mýrum. í síðari sögunni segir bls. 160: „at Hamri í Borgarfirði út frá Borg“, enn það á að vera „innu frá Borg. J>ví þetta er miklu innar með firðinum; það er víst einungis lítilfjörleg ritvilla í handritinu. Síðan fór eg inn að Krumskeldu og athugaði hana og 2 merkir menn með mér1. Á milli Krumshóla og Beigalda er Krumskelda; vegrinn liggr yfir hana, og er þar gerð grjótbrú; þetta er mýrarkelda mikil um sig. Lítinn kipp suðr frá brúnni eða neðar er pyttr einn, sem kallaðr er Skallagrímspyttr; hann er ekki kringlóttr, heldr með vikum út í; pyttrinn er um 12—13 fet að meðaltali í þvermál; dýptina könnuðum við með löngu skafti, og er hún þar sem dýpst er rúm 6 fet; nú var pyttrinn fullr af vatni upp á barma, enn í þurkatíð þornar hann mjög, svo að þá verðr 1) þeÍL’ fóru með mér, Sigui'ðr hreppstjóri á Kárastöðum, og Gunnar bóndi á Hamri.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.