Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 15
1 öðru holti, í austr landnorðr frá steini þessum nokkur hundr- uð faðma, sér maðr svartan blett, þegar nálgast holtið, sem er flatt melholt; þessi blettr er nokkuð bunguvaxinn, og um io faðma ummáls; hann er fullr af gjalli eða bráðnum steini og viðarkola- ösku, enn sem er orðin svo smágjör, að hún er blönduð saman við leirinn í holtinu; þetta er órækr vottr um leifar af rauðablástri1, og samkvæmt því sem eg hefi fundið áðr víða2, enn engar leifar fann eg hér af byggingu eða hleðslu, nema ef telja skyldi eins og steinaröð, sem er við útnorðrhlið á blettinum; enn holtið kvað vera mjög blautt á vorin, svo að einhverjar slíkar leifar af grjóti gætu verið sokknar niðr. f>egar maðr nú víkr aftr að reksteini Skallagrims, þá sést, að af honum hefir verið til önnur útgáfa fyrir 1820, enn þessi, sem mér var sýnd og nú er alment álitin3. Olafr Snóksdalín hefir sjálfr mælt þennan stein nákvæmlega, og reiknað út bæði stœrð hans og þunga, enn reikningr þessi er svo margbrotinn, að eg set hér einungis aðalatriði þessa máls. „Skallagríms-reksteinn í Raufarnesi, uppgrafinn og mældur haustið 1819, fyrir tilhlutun og kostnað prestsins hr. Jóns Magn- ússonar á Ferjubakka. Steinsins útvortis mál fannst að vera 9 ál. langur, 6x/2 ál. ummáls um miðjuna, 6 ál. ummáls til gildari enda, og knappar 5 ál. ummáls í þann mjórri, alt danskt mál .... Meðalþyngd steinsins 29100 pund............. Straumfirði þann 5. febrúar 1820. Olafur Snóksdaliníí. £>að er Ijóst, að hvorugr þessara steina er sá, sem sagan tal- ar um; hitt er og auðsætt, að ritari sögunnar virðist sjálfr hafa séð hinn rétta rekstein, og eru það hans eigin orð, er hann setr hér inn í frásögnina, þau sem eg hefi hér auðkent; hann talar um sindrið í kring um steininn, og til tekr þyngd hans; má þar af nokkuð ráða stœrðina. Reksteinn Skallagríms, sem 4 menn myndu hefja, hlýtr af hafa verið um eða heldr fyrir innan 1000 pund; sá steinn, sem nú er sýndr, er líklega 10 sinnum þyngri; enn steinn Ólafs Snóksdalíns um 30 sinnum þyngri. |>að er eðlilegt, að hinn rétti reksteinn Skallagríms sé fyrir löngu horfinn eða niðrsokkinn, 1) Oddr Guðmundsson, barnakennari á Akranesi, hafði 1878 sent mér sýnishorn af þessu gjalli, og er það nú á Eorngripasafninu; hann hafði þá og fundið hér nálægt eina birkihríslu, enn nú er hér alveg skóglaust; hrísl- una fundum við ekki nú, enn þar fyrir kann hún að vera þar, sé hún nú ekki upprœtt. 2) Miklu neðar hjá grundinni við sjóinn er djúpr pyttr; það eru munnmæli, að hér hafi Skallagrímr tekið járnefnið eða rauðann. 3) Jón þorkelsson, stud. mag. í Kaupmh., hefir gefið mér orðrétta lýs- ingu á þessum steini, sem er tekin eftir eigin-handriti Olafs Snóks- dalíns.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.