Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Qupperneq 59
59
en það getur eins vel verið af náttúrunnar völdum, og er jafnvel
liklegra að svo sje. Bæjarleifar á þessu svæði geta vel legið huld-
ar undir árburði.
En, að slepptum öllum getgátum, er hin eina rúst nóg til að
sanna, að mannabyggð var á Einhyrningsmörk, og mun þá horfin hin
síðasta efasemd um landnám Sighvats. En þó afkomendur hans
flytti út í Fljótshlíðina, þá er hún stóð þeim opin eftir burtrekstur
Baugssona, þá er slíkt ekki undarlegt. Einhyrningsmörk hefir
verið þeim oflítil; P'ljótshlíð líka betri að heyskap og veðursæld. —
það er skaði, hve lítið að sagt er frá afkomendum Sighvats rauða.
Ekki sjest hvar Sigmundur hefir búið, hvort það var á Einhyrn-
ingsmörk, í Fljótshlíðinni eða á Velli. Hið síðasta er líklegast, þar
eð Mörður gígja, son hans, bjó þar síðan. Börn þeirra Hrafns
Hængssonar og Sigmundar tengdust saman; þeim hefir því verið
til vina, og er ekki ólíklegt, að Sigmundur hafi fengið Vallarland
hjá Hrafni. þ>egar Landnáma, Egla og Njála eru bornar saman,
þá sjest það óbeinlínis, að Sighvatur mun hafa verið tvíkvæntur,
að Rannveig, fyrri kona hans, mun hafa verið af háleyskri
jarlaætt, og að Sigmundur mun hafa verið hennar son, en að
Geirlaug dóttir Eyvindar lamba mun hafa verið síðari kona hans og
þeir Lambi og Sigfús hennar synir, og að þeir munu hafa verið
mjög miklu yngri en Sigmundur, jafnvel yngri en Mörður son hans.
]?ví Mörður Valgarðsson, dótturson Marðar gígju, var samtíða Sig-
fússonum, þó þeir hafi þá verið nokkru eldri en hann. Tilefnið til
þess, að Steinn vo Sigmund, hefir líklega ekki verið annað en það,
sem Landnáma segir frá: Báðir hafa verið ofurkapps menn, og
hrindingar húskarlanna munu hafa verið allóþyrmilegar; en Steinn,
sem var „snjallur11, þ. e. hugrakkur, hefir þá ekki horft í að sker-
ast alvarlega í leikinn. Vilji menn samt hugsa sjer fjandskap milli
þeirra fyrir fram, þá þarf ekki annað en gera ráð fyrir, að Steinn
hafi búið á Breiðabólstað, en Sigmundur sezt að Velli og þrengt
að honum. þ>að er eins góð getgáta eins og hin, um landnámið.
þ>ess getur Landnáma, að Lambi Sighvatsson bjó á Lambastöffum og
Sigfús í Hlíð. það er eigi óliklegt, að Lambastaðir sjeu sá bær
sem nú heitir að Lambalœk', þó er það ekki víst; má vera þeir hafi
verið á Einhyrningsmörk; en Lambalækur sje kendur við Lamba
Sigfússon. Um þetta veit enginn neitt, og ekki heldur um Hlíð,
þar sem Sigfús bjó. Mögulegt er, að það sje Hlíð undir Eyjaýjöll-
fjöllum. Líklegra virðist samt, að það sje eyddur bær með týndu
nafni, annaðhvort á Einhyrningsmork eða í Fljótshlíð. Sumir halda,
að Sigfús hafi búið einhversstaðar í Fljótshlið; en söguritarinn hafi
ekki vitað bæjarnafnið og því sett: „í Hlíð“; en engin líkindi eru
til þess, að hann hefði ritað svo. Að minnsta kosti hefði hann þá
nefnt Fljótshlíð fullu nafni. Ogjörla verður samt ætlað á, hvar
8*